Vilja íslenskir karlmenn spila golf með konum?
Hér á Golf1.is birtist fyrir mánuði síðan tilraun W-7 módelsins Kim Hall og Golf Digest hvernig karlmenn í Chicago tækju í það að spila með 5 ólíkum kvengerðum, sem þó var öll ein og sama konan, Kim Hall. Niðurstaðan birtist í mars hefti Golf Digest. Í öllum tilvikum var Kim betri kylfingur en þeir sem hún spilaði við, enda spilar Kim á sterkustu kvenmótaröð heims LPGA og er búin að æfa golf frá 5 ára aldri, eða í 25 ár. Í hlutverkunum sem Kim lék var hún í fyrsta lagi gerð eins óásjáleg og mögulegt var og lék kylfing sem varla „breakaði 120″. Í annan stað var hún gerð að stelpustrák, Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.17 – Roberto Castro
Suðurríkjamaðurinn Roberto Castro fæddist 23. júní 1985 í Houston og á því sama afmælisdag og Ryder Cup fyrirliðinn Colin Montgomerie. Nafni Fidel fæddist í Houston, Texas, en býr í dag í Atlanta, Georgia. Hann er frændi Jenny Lidback, sem spilaði eitt sinn á LPGA. Roberto spilaði golf með Georgia Tech, en þaðan útskrifaðist hann 2007 með gráðu í verkfræði. Útskriftarárið sitt gerðist hann atvinnumaður í golfi. Meðal þjálfara hans eru Randy Brooks, Danny Elkins og Jeff Paton. Roberto Castro vann 5 sinnum á eGolf Professional Tour og spilaði líka á Hooters Tour. Uppáhaldsgolfvöllur hans er Pebble Beach og sá völlur sem hann myndi langa mest til að spila á er Merion. Uppáhaldsháskólaliðið Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi bætti sig um 2 högg seinni hringinn á Armstrong Men´s Pirate Invitational
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey tók þátt í 2 daga móti: Armstrong Men´s Pirate Invitational og var spilað 27. og 28. febrúar, í Pooler í Georgíu. Fyrri daginn í fyrradag tókst aðeins að klára 9 holur vegna mikilla rigninga og því 27 holur spilaðar í gær. Arnór Ingi spilaði fyrri hringinn á 77 höggum. Á seinni hring bætti hann sig um 2 högg og kom í hús á 75 höggum. Hann hækkaði sig því úr T-41 í T-30, þ.e. hann deilir 30. sætinu með 4 öðrum. Alls voru þátttakendur 75 frá 13 háskólum. Lið Belmont Abbey, háskóla Arnórs Inga deildi 5. sætinu með Clayton State University.
Myndasería og verðlaunaveitingar: Lokahóf GSÍ 2011 – 10. september 2011
Hér síðasta dag febrúarmánaðar, 29. febrúar 2012, birtist síðasta myndaserían í greinaröðinni horft um öxl yfir íslenska golfsumarið- og haustið, 2011: Laugardaginn 10. september 2011 fór fram lokahóf GSÍ í höfuðstöðvum Arionbanka að Borgartúni 19. Þar voru stigameistarar Áskorendamótaraðar Arionbanka, Arionbankamótaraðar unglinga, Eimskipsmótaraðarinnar, KPMG bikar-sveitirnar o.fl. veitt verðlaun, auk þess sem Canon meistarar voru krýndir og tilkynnt um hverjir þættu efnilegustu kylfingar ársins og hver hlyti Júlíusarbikarinn. MYNDASERÍA FRÁ LOKAHÓFI GSÍ Í HÖFUÐSTÖÐVUM ARION 10. SEPTEMBER 2011 Eftirfarandi kylfingum voru veitt verðlaun: Eimskipsmótaröðin: Karlaflokkur: 1 Stefán Már Stefánsson GR 5460.00 2 Haraldur Franklín Magnús GR 5179.17 3 Helgi Birkir Þórisson GSE 4495.00 Kvennaflokkur: 1 Signý Arnórsdóttir GK 6961.25 2 Ólafía Lesa meira
Lokahóf GSÍ – 10. september 2011
Afmæliskylfingur dagsins: Dinah Shore – 29. febrúar 2012
Það er leik- og söngkonan heitna Dinah Shore sem er afmæliskylfingur dagsins. Dinah Shore fæddist 29. febrúar 1916 og hefði því orðið 96 ára í dag en hún dó í Beverly Hills 24. febrúar 1994, 77 ára að aldri. Dinah Shore hét réttu nafni Frances Rose Shore .Sem söngkona var hápunktur ferils hennar 1940-1950 á tímabili stórsveita (ens. Big Band), en hún náði jafnvel enn meiri frægð sem þáttarstjórnandi í bandarísku sjónvarpi fyrir Chevrolet. Hún átti í ástarsamböndum við einhverja frægustu samtímamanna sinna t.a.m. trommuleikarann Gene Krupa, leikarann James Stewart, generálinn George Patton, söngvarann Frank Sinatra, grínistann Dick Martin, söngvarann Eddie Fisher og leikarann Rod Taylor. Dinah giftist aðeins einu sinni George Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra varð í 4. sæti á Cards Challenge mótinu
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State varð í gær í 4. sæti á Louisiana Cards Challenge mótinu, líka nefnt Sir Pizza Cards Challenge, en mótið var 2 daga mót, sem fór fram 27.-28. febrúar á golfvelli Weston Hills Country Club, nálægt Miami, í Flórída. Valdís Þóra og liðsfélagi hennar Iman Nordin deildu reyndar 4. sætinu ásamt 2 kylfingum úr sigurliði mótsins, þeim Önu Menendez og Amöndu Baker úr Norður-Karólínu háskóla. Valdís Þóra og Iman léku best allra í Texas State liðinu. University of Louisville var gestgjafi mótsins. Alls spilaði Valdís Þóra á +3 yfir pari, samtals 219 höggum (74 70 75) . Texas State varð í 2. sæti en Lesa meira
Umboðsmaður Tiger segir bók Hank Haney „fáránlega“
Umboðsmaður Tiger Woods skammaðist út í bók Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfa Tiger, og sagði að „sófasálfræðin“ sem hann beitti Tiger væri „fáránleg“ og að ljóst væri að hún væri bara skrifuð til að upphefja hann sjálfan sem sveifluþjálfara. Bók Haney þar sem hann greinir frá þeim 6 árum sem hann var sveifluþjálfari Tiger heitir „The Big Miss.“ Bókin fer í sölu 27. mars n.k., viku fyrir Masters. Golf Digest hóf að birta litla útdrætti úr bókinni í gær á vefsíðu sinni, en bókin er rituð með hjálp Jaime Diaz, sem er einn aðalpenni tímaritsins og hefir skrifað meira um Tiger í gegnum árin en nokkur annar. Í einum útdrættinum segir Haney, Lesa meira
LET: Melissa Reid og Lee-Anne Pace meðal þátttakanda í Kína í þessari viku
Hin enska Melissa Reid og Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku munu halda áfram vinalegri samkeppni sinni á móti vikunnar á LET, heimsmeistaramóti kvenna, (ens. World Ladies Championship), sem fram fer í Hainan, Kína og hefst n.k. föstudag. Heimsklassakylfingarnir munu ekki aðeins keppa í 54-holu einstaklingskeppni á The Vintage Course, í Mission Hills Haikou, heldur keppa þeir um heiður og stolt þjóða sinna, en 19 lið, 18 þjóða, keppa.Leikfyrirkomulag þessa móts er einstakt á dagskrá Evrópumótaraðar kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) og kylfingar LET eru spenntir að prófa nýja leikfyrirkomulagið.Það er nú þegar nokkur stemning á mótsstað þar sem 56. heimsbikarsmót (í karlaflokki) fór fram s.l. nóvember og geta kvenkylfingar borið mót Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik á 73 höggum
Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte lauk nú rétt í þessu 3. og síðasta hring á North Ranch Intercollegiate. Alls spilaði Ólafur Björn á +9 yfir pari, þ.e. samtals 219 höggum (70 76 73). Sem stendur er Ólafur Björn í 13. sæti, sem hann deilir með öðrum kylfingum. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og því gæti sætisröð breyst eftir því sem líður á kvöldið. Það sama er að segja um háskólana, en röð þeirra gæti líka breyst. Sem stendur deilir Charlotte 5. sætinu með öðrum skólum. Alls voru þáttakendur í mótinu 72 frá 14 háskólum. Til þess að sjá niðurstöðuna á North Ranch Intercollegiate smellið HÉR:







