Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2012 | 18:30

PGA: Tiger Woods spilar á Honda Classic og á PGA National í 1.skipti í 22 ár – myndskeið

Í kvöld hefst á PGA túrnum bandaríska Honda Classic mótið á PGA National Champions golfvellinum í Palm Beach Gardens í Flórída. Meðal þátttakenda í mótinu er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods.  Haldinn var blaðamannafundur í gær með Tiger þar sem m.a. kom fram að hann væri að spila á PGA National Champions golfvellinum í 1. skipti í 22 ár. Viðtalið, eða viðtalsbrot hafa verið mjög vinsælt fréttaefni í dag m.a. vegna þess hversu pirraður Tiger virtist þegar hann var spurður út í afstöðu sína til nýútkominnar bók fyrrum sveifluþjálfara síns, Hank Haney.

Sjá má viðtalið við Tiger Woods í heild með því að smella HÉR: 

Fylgjast má með stöðunni á 1. hring Honda Classic  HÉR: