Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2012 | 23:55

PGA: Davis Love III leiðir á Honda Classic eftir 1. dag

Hinn 47 ára Davis Love III leiðir eftir 1. dag Honda Classic, en hann kom í hús á 64 höggum og jafnaði vallarmetið á PGA National Champions golfvellinum. Aðeins 2 höggum á eftir Davis er hópur 8 kylfinga þ.á.m. Rory McIlroy og Justin Rose, en allir spiluðu þeir á 66 höggum. Jafnir í 10. sæti er síðan enn annar hópur 9 kylfinga m.a. með Keegan Bradley innanborðs, en þeir spiluðu allir á 67 höggum. Í 19. sæti eru enn 10 kylfingar m.a. nýliðinn John Huh, sem sigraði á Mayakoba Classic síðustu helgi og Jim Furyk en þessir kylfingar spiluðu allir á 68 höggum.

Tiger Woods spilaði á 71 höggi og er einn þeirra fjölmörgu sem deila 68. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Honda Classic smellið HÉR: