Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 11:15

PGA: Rose blómstrar í Flórídavorinu! – Myndskeið: Viðtal við Justin Rose

Enski kylfingurinn með fallega nafnið Justin Rose er í 1. sæti á Honda Classic á samtals -8 undir pari þegar mótið er hálfnað. Sætinu deilir hann með Bandaríkjamanninum Tom Gillis.

Sjá má myndskeið af stuttu viðtali við Justin Rose eftir 2. hring Honda Classic með því að smella HÉR:

Í viðtalinu kom m.a. fram að Justin hlyti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með skor upp á 66, en hann missti nokkur góð tækifæri á hringnum að ná skorinu enn neðar.  Justin tók undir það sagði tvö járnahögg ekki hafa endað þar sem hann vildi sjá þau.

Svo sagði Justin m.a. að ekki væri hægt að búast við að spila völlinn og verða ekki á einstaka mistök.  Hins vegar snerist leikurinn um að gera færri en aðrir. Það sem til þyrfti væri bara að vera jákvæður!