
LET: Shanshan Feng og Diana Luna efstar á World Ladies Championship eftir 1. dag
Í dag hófst á Mission Hills Hainan Vintage golfvellinum í Haiku, Kína, World Ladies Championship. Í efsta sæti eftir 1. dag eru ítalska stúlkan Díana Luna og heimakonan kínverska, Shanshan Feng.

Diana Luna. Auk verðlauna fyrir golfið er keppt um hver sé mest smart og kemur Díana þar sterkt inn... enda ítölsk!
Báðar spiluðu forystukonur 1. dags á -6 undir pari, 66 höggum. Shanshan fékk 7 fugla og 1 skolla en Díana fékk hins vegar 1 örn, 7 fugla og 3 skolla.
Einu höggi á eftir í 3. sæti eru 4 stúlkur: hin franska Anne Lise Caudal, Candie Kung frá Taíwan, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Rebecca Codd frá Írlandi.
Sjöunda sætinu deilir annar hópur 4 stúlkna, allar á 68 höggum en þ.á.m er hin sænska Carin Koch.
Í 11. sæti eru 5 stúlkur, allar á 69 höggum, þ.á.m. enska stúlkan Florentyna Parker.
Auk einstaklingskeppni fer fram liðakeppni og leiða kínversku stúlkurnar þar; þær Shanshan Feng og Li Ying Ye.
Við verðlaunaafhendingu í lokin verða veitt sérstök verðlaun bæði í einstaklings- og liðakeppni um hver sé mest smart eða chic upp á frönsku. Díana Luna kemur þar sterkt inn!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á World Ladies Championship smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024