
LET: Shanshan Feng og Diana Luna efstar á World Ladies Championship eftir 1. dag
Í dag hófst á Mission Hills Hainan Vintage golfvellinum í Haiku, Kína, World Ladies Championship. Í efsta sæti eftir 1. dag eru ítalska stúlkan Díana Luna og heimakonan kínverska, Shanshan Feng.

Diana Luna. Auk verðlauna fyrir golfið er keppt um hver sé mest smart og kemur Díana þar sterkt inn... enda ítölsk!
Báðar spiluðu forystukonur 1. dags á -6 undir pari, 66 höggum. Shanshan fékk 7 fugla og 1 skolla en Díana fékk hins vegar 1 örn, 7 fugla og 3 skolla.
Einu höggi á eftir í 3. sæti eru 4 stúlkur: hin franska Anne Lise Caudal, Candie Kung frá Taíwan, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Rebecca Codd frá Írlandi.
Sjöunda sætinu deilir annar hópur 4 stúlkna, allar á 68 höggum en þ.á.m er hin sænska Carin Koch.
Í 11. sæti eru 5 stúlkur, allar á 69 höggum, þ.á.m. enska stúlkan Florentyna Parker.
Auk einstaklingskeppni fer fram liðakeppni og leiða kínversku stúlkurnar þar; þær Shanshan Feng og Li Ying Ye.
Við verðlaunaafhendingu í lokin verða veitt sérstök verðlaun bæði í einstaklings- og liðakeppni um hver sé mest smart eða chic upp á frönsku. Díana Luna kemur þar sterkt inn!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á World Ladies Championship smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge