
LET: Shanshan Feng og Diana Luna efstar á World Ladies Championship eftir 1. dag
Í dag hófst á Mission Hills Hainan Vintage golfvellinum í Haiku, Kína, World Ladies Championship. Í efsta sæti eftir 1. dag eru ítalska stúlkan Díana Luna og heimakonan kínverska, Shanshan Feng.

Diana Luna. Auk verðlauna fyrir golfið er keppt um hver sé mest smart og kemur Díana þar sterkt inn... enda ítölsk!
Báðar spiluðu forystukonur 1. dags á -6 undir pari, 66 höggum. Shanshan fékk 7 fugla og 1 skolla en Díana fékk hins vegar 1 örn, 7 fugla og 3 skolla.
Einu höggi á eftir í 3. sæti eru 4 stúlkur: hin franska Anne Lise Caudal, Candie Kung frá Taíwan, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Rebecca Codd frá Írlandi.
Sjöunda sætinu deilir annar hópur 4 stúlkna, allar á 68 höggum en þ.á.m er hin sænska Carin Koch.
Í 11. sæti eru 5 stúlkur, allar á 69 höggum, þ.á.m. enska stúlkan Florentyna Parker.
Auk einstaklingskeppni fer fram liðakeppni og leiða kínversku stúlkurnar þar; þær Shanshan Feng og Li Ying Ye.
Við verðlaunaafhendingu í lokin verða veitt sérstök verðlaun bæði í einstaklings- og liðakeppni um hver sé mest smart eða chic upp á frönsku. Díana Luna kemur þar sterkt inn!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á World Ladies Championship smellið HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open