Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 22:00

Hver er Kim Kouwabunpat í golfinu?

Kim Lee Kouwabunpat fæddist 11. október í Chino, Kaliforníu og á því sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Heiða Guðna, GKJ og Michelle Wie. Hún ólst upp í Upland, Kaliforníu og tók þátt í fjölda íþrótta þegar hún var að vaxa úr grasi s.s. fóbolta, hafnarbolta, tennis en hætti öllu og sneri sér að golfinu þegar hún var 9 ára eftir að hún fékk að fara á æfingasvæðið með pabba sínum í fyrsta sinn. Hún var fljót að læra og 10 ára var hún byrjuð að keppa í golfi.Hún keppti m.a. með strákunum í menntaskóla og hlaut MVP honors á síðasta ári sínu í menntaskóla. Hún keppti einnig í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 19. sæti á Darius Rucker – búið að stytta mótið í 36 holu mót vegna óveðurs

Hvirfilbylur gekk yfir miðríki Bandaríkjanna og urðu margir bæir sérstaklega í Indiana illa úti – heilu skólarúturnar þeyttust inn í hús og skemmdu og þök rifnuðu af eins og af leikfangahúsum. Óveðrið virðist teygja anga sína alla leið til Suður-Karólínu, þar sem Darius Rucker Intercollegiate mótið sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest lið hennar spila á nú um helgina. Vegna óveðursins var mótinu fyrst frestað og síðan tekin ákvörðun um að stytta það í 36 holu mót. Ólafía Þórunn var búin að spila 12 holur í mótinu í dag og vinna sig upp úr T-27 í 19. sætið á mótinu. Spil Ólafíu Þórunnar var glæsilegt í dag og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 21:00

Golfvellir á Spáni: í Cadíz nr. 1 – Montecastillo Barcelló Golf Resort.

Montecastillo Golf Club er eign Barceló Montecastillo Golf. Golfvöllur klúbbsins er 18 holu, er par-72, 6456 metra og hannaður af Jack Nicklaus…. og hann er uppáhaldsgolfvöllur Ragnhildar Sigurðardóttur. Sjá yfirlitsmynd af golfvellinum hér: Á golfvellinum fór Open Andalucia fram 1994,  Turespaña Masters 1996, og eins hefir Volvo Masters verið haldið 5 ár í röð (á árunum 1997-2001) og eins fór lokamót Peugeot Tour fram þar (2001-2003). Vallargjöld fara lækkandi eftir því hversu oft ætlunin er að spila völlinn. Hægt er að kaupa 1-2 skipta kort á €38 per dag; 3-4 skipti á €32  per dag, 5 dagar + á €28. Ef ætlunin er að bóka hring áður en lagt er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 20:30

NÝTT: Golfvellir í Cádíz á Spáni

Þann 8. janúar þ.e. í byrjun árs var ætlunin hér á Golf1.is að fara af stað með kynningu á 21 golfvelli í Cadíz á Spáni, en aðeins 1 völlur, Arcos Gardens var kynntur í máli og myndum daganna á eftir. Af ýmsum ástæðum varð ekki meira af greinaröðinni – en nú er ætlunin að bæta um betur og endurtaka leikinn, enda margir Íslendingar á leið til Cadíz í Andalucíu að leika sér í golfi á næstu vikum og mánuðum. Hér í kvöld verður fyrsti golfvöllurinn af 21 í Cádiz héraði á Spáni kynntur í máli og myndum, en hann er uppáhaldsgolfvöllur Ragnhildar Sigurðardóttur: Montecastillo Barcello Golf Resort.  Þeir vellir sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 19:30

Golfþjálfun: Vatnsmelónuæfing Bubba Watson – myndskeið

Hvað dettur ykkur í hug þegar þið hugsið um Bubba Watson? Bleikt skaft á kylfunni hans – bleikur kylfuhaus – dálæti Bubba á bleiku fer að jaðra við Paulu Creamer. Bleiki partur Bubba er eiginlega Angie konan hans, sem eins og hann er forfallinn kylfingur var þar að auki í University of Georgia líkt og Bubba og Brian Harman, nýliðinn á PGA, sem kynntur var hér á Golf 1 í dag. Nú er enn eitt nýtt bleikt á döfinni hjá Bubba. Í meðfylgjandi myndskeiði upplýsir sleggjan Bubba, einn högglengsti kylfingur PGA Tour okkur hin hvernig ná megi lengri drævum,  með vatnsmelónuæfingum, en eins og allir vita eru vatnsmelónur bleikar að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 20 – Brian Harman

Nú er komið að topp-10 af þeim 29 strákum sem hlutu kortið sitt á PGA Tour 2012, eftir að hafa orðið efstir í Q-school PGA í La Quinta í Kaliforníu í desember á s.l. ári. Fyrst verða kynntir þeir 3 kylfingar, sem deildu 8. sætinu: T8 T19 Bob Estes (NT) -5 F -13 67 73 69 74 69 67 419 T8 T5 Brian Harman (NT) -2 F -13 69 71 67 74 68 70 419 T8 1 Marco Dawson (NT) 4 F -13 73 68 67 67 68 76 419 Byrjað verður á Brian Harman sem setti glæsilegt vallarmet, 61 högg,  á 2. hring Honda Classic á PGA National Championship golfvellinum í Flórída Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 17:00

GR: Glæsilegur hringur hjá Marólínu á púttmótaröð GR-kvenna – nýtt met, 27 högg!!!

Þriðjudaginn 28. febrúar í síðastliðinni viku fór fram mót á púttmótaröð GR-kvenna. Marólína Erlendsdóttir, GR,  setti nýtt vallarmet, 27 pútt, sem jafngildir -9 undir pari þ.e. 9 einpútt, sem er glæsilegt!  Á heimasíðu GR grgolf mátti lesa eftirfarandi um afrek Marólínu: „Stemmningin meðal GR kvenna hélt áfram í Korpunni í gærkvöldi og ekkert lát á spennunni sem hefur verið við lýði frá fyrsta kvöldi. Nú eru neglurnar farnar að styttast á hverri kellu enda metin byrjuð að falla; vallarmet vetrarins var slegið í gærkvöldi, 27 högg – og skorið almennt sennilega betra en nokkru sinni. GR konur eru greinilega að komast í stuð og vorfiðringurinn farinn að segja til sín. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 15:30

GÓ: Drög að mótaskrá Golfklúbbs Ólafsfjarðar fyrir sumarið 2012 komin-Styrktaraðila vantar!

Hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar er verið að skipuleggja golfsumarið 2012 og liggja nú fyrir drög að mótaskrá 2012, sem sjá má HÉR:  Mótaskráin er mjög metnaðarfull eins og allt starf í Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Enn vantar styrktaraðila fyrir eina mótaröð, sem notið hefir mikilla vinsælda á undanförnum árum. Þeir sem styrkja vilja mótaröðina vinsamlegasta hafið samband við Rósu Jónsdóttur, formann GO í síma s. 863-0240 eða tölvupóstfang: rosajo@simnet.is. Eins má setja sig í samband við varaformann GÓ, Sigurbjörn Þorgeirsson í síma 899-0286 eða gegnum tölvupóstfangið: sigurbjorn22@hotmail.com

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sirrí Braga – 3. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sirrí Braga, en hún er fædd 3. mars 1943.  Sirrí er listamaður, mikill Siglfirðingur og mikill áhugamaður um golf. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 92 í dag)… og… Beggi Og Pacas F. 3. mars 1961 (51 árs) Hrafnhildur Birgisdóttir F. 3. mars 1964 (48 ára) Ólafur Darri Ólafsson  F. 3. mars 1973 (39 ára) Þorvaldur Ingi Jónsson F. 3. mars 1958 (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2012 | 13:00

EPD: Stefán Már lauk leik í Marokkó – spilaði á 76 höggum

Stefán Már Stefánsson, GR, hefir lokið leik á Amelkis Classic mótinu í Marrakesh í Marokkó. Stefán Már spilaði 3. og síðasta hring mótsins á 76 höggum og deilir sem stendur 36. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröðun því breyst, en ljóst er að Stefán Már er í einu af neðstu sætunum.  Alls spilaði Stefán Már á +5 yfir pari (75 70 76). Til þess að sjá úrslitin í Amelkis Classic mótinu smellið HÉR: