Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði á 75 höggum á Darius Rucker Intercollegiate

Í dag hófst í Long Cove Club í Hilton Head Island, Suður-Karólínu Darius Rucker Intercollegiate. Þetta er 3 daga mót og stendur frá 2.-4. mars 2012. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest. Sem stendur er Wake Forest í 11. sæti.

Ólafía Þórunn spilaði 1. hring á +4 yfir pari, 75 höggum og er T-27 þegar þetta er ritað. Á hringnum fékk hún 4 skolla. Liðsfélagi Ólafíu Þórunnar, frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods er T-34, spilaði á 76 höggum.  Nokkrar eiga eftir að ljúka leik og gæti sætisröðun raskast aðeins þegar líður á kvöldið.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Darius Rucker Intercollegiate smellið HÉR: