PGA: Brian Harman setti nýtt vallarmet á PGA National á Honda Classic – spilaði á 61 höggi
Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er kominn í baráttu um 1. sætið á Honda Classic eftir fremur slakan 1. hring upp á 73 högg. En í gær á 2. hring setti hann glæsilegt nýtt vallarmet á PGA National golfvellinum í Flórída, þar sem Honda Classic fer fram þegar hann spilaði á -9 undir pari, 61 höggi.
Skorið eftir fyrri 9 voru 29 högg og fuglaþrenna frá og með 14. braut kom honum í -9 undir par.
Á stuttu par-3 17. brautinni náði hann „bara“ pari, sem þýddi að hann þurfti örn á 556 yarda 18. brautinni til þess að „breaka 60″ þ.e. ná töfraskorinu 59 höggum, en hann náði „bara“ öðru pari. En engu að síður bætti hann gamla vallarmetið um 3 högg.
Brian Harman, sem var fyrsti varamaður inn í mótið í upphafi viku, var í flatarglompu í 2. höggi við 18. flöt og sló rétt framhjá holunni og boltinn rúllaði u.þ.b. 2 metra frá holu. Síðan missti Harman fuglapúttið sitt.
„Bara að hafa tækifæri til þess að ná einhverju svo sérstöku gerir mann auðmjúkan en á sama tíma er það svalt,“ sagði Harman, sem eins og sagði bætti leik sinn um 12 högg frá 1. degi. „Það bara rúllaði í dag – þetta var einn af þessum dögum þar sem allt féll mín meginn og ég setti niður mörg pútt.“
Brian Harman er einn af þessum einstaka 2011 útskriftarárgangi Q-school PGA, þ.e. einn af 29 strákum sem komust í gegnum lokaúrtökumót PGA í desember s.l. og hlaut í kjölfarið kortið sitt á PGA túrnum. Golf 1 hefir verið að kynna nýju strákana og verður Brian kynntur í kvöld, en hann er einn 3 stráka sem urðu í 8. sæti Q-school PGA, 2011.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024