Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 22 – Bob Estes
Bob Estes er sá síðasti af 3, sem kynntir verða hér og deildi 8. sætinu á Q-school PGA í La Quinta í desember á s.l. ári. Hinir hafa þegar verið kynntir þ.e. þeir Marco Dawson og Brian Harman. Á morgun er því komið að þeim sem urðu í 7 efstu sætunum. Bob Estes fæddist í Graham, Texas 2. febrúar 1966 og er því 46 ára. Bob byrjaði að spila golf 4 ára og var harðákveðinn 12 ára að hann ætlaði að spila á PGA Tour. Í menntaskóla var hann liðsfélagi Mike Standly í Cooper High School í Abilene. Annars spilaði hann líka körfubolta á menntaskólaárum sínum Árið 1983 var hann Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Shanshan Feng?
Kínverska stúlkan Shanshan Feng sló í gegn á World Ladies Championship í Hainan í Kína i gær þegar hún vann bæði einstaklingskeppnina og síðan liðakeppnina með löndu sinni Li Ying Ye. En hver er þessi ungi kínverski kylfingur? Shanshan á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingur en Ólafur Björn okkar Loftsson og auk þess tvær af betri kylfingum kvennagolfsins: Paula Creamer og Anna Rawson. Shanshan er sem sagt fædd í Peking 5. ágúst 1989 og er 22 ára. Shanshan á samt heima í Howey-in-the-Hills í Flórída. Hún gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum síðan, 2007. Shanshan byrjaði að spila golf 10 ára. Það var vegna pabba hennar Feng Xiong Lesa meira
PGA: Tiger Woods ánægður með skorið sitt upp á 62 högg á Honda Classic
Tiger Woods spilaði besta golfhring sinn í yfir 2 ár í gær og sagði að það væri bara tímaspursmál hvenær hann ynni aftur á PGA Tour. Tiger var á samtals -8 undir pari, 62 höggum á lokahring Honda Classic og varð aðeins 2 höggum á eftir sigurvegaranum Rory McIlroy. Þetta er besta skor Tiger á lokahring og jafnvel þó það dyggði ekki til þess að hindra yfirtöku Rory McIlroy á toppsæti heimslistans þá er 14-faldur risamótstitilhafinn, Tiger, hamingjusamur. „Ég hef verið svo nálægt því að ná þessu skori eða skori þar í kring. Þetta var bara tímaspursmál þar til þetta kæmi allt saman,“ sagði Tiger við blaðamenn. Þetta var lægsta Lesa meira
GKJ: Þórhallur og Sveinn sigruðu á 3. vetrar- móti ársins
Á heimasvæði GKJ á golf.is er eftirfarandi frétt frá klúbbnum: „Þórhallur og Sveinn Jóhannesson sigruðu í þriðja vetrarmóti ársins. Loksins tókst að halda þriðja vetrarmót ársins en það fór fram á Hlíðavelli sl. laugardag í ágætis veðri og komu aðeins tvö smá él. Það mættu allavega 41 manns og nutu þess að spila loksins golf aftur. Nú voru leiknar 14 holur og urðu helstu úrslit þau að Þórhallur Kristvinsson sigraði enn og aftur í höggleiknum á 57 höggum eða 2 yfir pari og Sveinn Jóhannesson í punktakeppninni á 28 punktum. Annars var röð efstu manna þessi: Höggleikur: 1. Þórhallur Kristvinsson, 57 högg 2. Hilmar Harðarson, 63 högg 3. Kjartan Ólafsson, Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? Grein nr. 2 af 8.
Það fór svo sem marga grunaði að Rory myndi ná 1. sætinu á heimslistanum með sigri á Honda Classic. Hér verður fram haldið kynningunni á nr. 1: Rory McIlroy fæddist 4. maí 1989 í Holywood, County Down, á Norður-Írlandi. Hann er einkabarn Gerry og Rosie (McDonald) McIlroy og var í St. Patrick grunnskólanum og síðan í Sullivan Upper School. Rory byrjaði að spila golf einstaklega ungur, en pabbi hans þjálfaði hann frá 18 mánaða aldri (1 1/2 árs). Gerry, pabbi Rory, er mjög góður kylfingur sjálfur, scratch-ari. Rory tókst að slá um 40 yarda (um 35 metra) þegar hann var aðeins 2 ára. Rory elskaði golfið strax og bað pabba sinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bengt Johan Axgren – 5. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bengt Johan Axgren. Axgren fæddist í Gautaborg 5. mars 1975 og er því 37 ára í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og spilaði aðallega á Áskorendamótaröðinni. Alls á hann að baki 6 sigra á atvinnumannsferli sínum, þar af 4 á Áskorendamótaröðinni. Sá fyrsti vannst 1996,(Västerås Open) einn 2004 (Open des Volcans í Frakklandi) og tveir síðustu árið 2006 (Kai Fieberg Costa Rica Open og Tusker Kenya Open) þegar hann varð 2. á peningalista mótaraðarinnar og hlaut þ.a.l. keppnisrétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2007. Hann hélt þó ekki korti sínu og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2008. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dale Douglass, Lesa meira
GK: Ólöf Baldurs og Guðrún Bjarna eru efstar eftir 7. púttmót Keiliskvenna
Miðvikudaginn í síðustu viku fór fram 7. púttmót Keiliskvenna. Á mótið mættu 32 konur. Það voru þær Birna Ágústsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem voru með besta skorið, 27 pútt. Næstar komu Lovísa Hermannsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir með 29 pútt. Staða efstu kvenna þegar 4 bestu skor telja má sjá hér fyrir neðan. Það eru 3 mót eftir þannig að það getur margt breyst. Það verða mót 7., 14. og 21. mars. Síðan verður vorhátíð Keiliskvenna 30 mars. Kvennanefnd Keilis hvetur Keiliskonur til að taka þann dag (30. mars) frá. Það verður að venju flott dagsskrá og örugglega mikið fjör eins og alltaf þegar Keiliskonur koma saman! Staða efstu kvenna á Lesa meira
PGA: Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum – hápunktar og högg 4. dags Honda Classic
Með sigrinum á Honda Classic í gær varð hinn 22 ára Norður-Íri Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum. Sigurinn í gær var 3. sigur Rory á PGA Tour og alls hefir hann sigrað 6 sinnum á atvinnumannsferli sínum. Í viðtali sem tekið var við Rory rétt eftir sigurinn sagði hann að með hliðsjón af veðurspánni hefði hann stefnt að því að halda pari, hann hefði talið að par yrði nógu gott (hann spilaði síðasta hring á -1 undir pari, 69 höggum). Honum hefði tekist að scrambla (þ.e. bjarga pari) á fyrstu holunum sem hefði verið afgerandi þáttur í sigrinum og svo hefði verið gott að fá fuglinn á 8. holunni…. Lesa meira
PGA: Rory nýr nr. 1 í heiminum – sigraði á Honda Classic
Rory McIlroy, 22 ára, frá Norður-Írlandi er nýr nr. 1 á heimslistanum eftir að hafa sigrað á Honda Classic á PGA National Champions golfvellinum í Flórída núna rétt í þessu. Samtals spilaði Rory á – 12 undir pari, samtals 268 höggum (66 67 66 69). Tiger átti glæsihring kom í hús á 62 höggum á skollafríum hring þar sem 2 ernir og 4 fuglar litu dagsins ljós. Hann varð í 2. sæti, ásamt Tom Gillis, 2 höggum á eftir Rory. Nr. 3 í heiminum, Lee Westwood barðist líka eins og ljón og kom inn á 63 höggum og varð í 4. sæti Fimmta sætinu deildu Charl Schwartzel og Justin Rose Lesa meira
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 2 – Dehesa Montenmedio Golf & Country Club
Seve Ballesteros sagði eitt sinn: „Montenmedio er einn af þeim golfvöllum sem enginn kylfingur ætti að láta framhjá sér fara.“ Og… Montenmedio golfvöllurinn er svo sannarlega einn með þeim glæsilegri í Cádiz…. það er ekki annað hægt en að láta sér líða vel á þessum einstaka golfvelli. Hann hefir oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir að vera fallegasti golfvöllur Spánar. Það sem er sérstakt við Montenmedio er að það sést varla í eina einustu villu eða íbúðarkomplex við völlinn, sem er svo algengt að sjá á spænskum golfvöllum. Þeim mun meira er af ólívu- eikar- og furutrjám og þar að auki dádýrum, hérum, öndum og mikið af öðru dýralífi á Lesa meira










