
Afmæliskylfingur dagsins: Bengt Johan Axgren – 5. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bengt Johan Axgren. Axgren fæddist í Gautaborg 5. mars 1975 og er því 37 ára í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og spilaði aðallega á Áskorendamótaröðinni. Alls á hann að baki 6 sigra á atvinnumannsferli sínum, þar af 4 á Áskorendamótaröðinni. Sá fyrsti vannst 1996,(Västerås Open) einn 2004 (Open des Volcans í Frakklandi) og tveir síðustu árið 2006 (Kai Fieberg Costa Rica Open og Tusker Kenya Open) þegar hann varð 2. á peningalista mótaraðarinnar og hlaut þ.a.l. keppnisrétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2007. Hann hélt þó ekki korti sínu og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2008.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dale Douglass, 5. mars 1936 (76 ára); Tracy Kerdyk, 5. mars 1966 (46 ára)… og ….
Golf 1 óskar stórafmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023