
Afmæliskylfingur dagsins: Bengt Johan Axgren – 5. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bengt Johan Axgren. Axgren fæddist í Gautaborg 5. mars 1975 og er því 37 ára í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og spilaði aðallega á Áskorendamótaröðinni. Alls á hann að baki 6 sigra á atvinnumannsferli sínum, þar af 4 á Áskorendamótaröðinni. Sá fyrsti vannst 1996,(Västerås Open) einn 2004 (Open des Volcans í Frakklandi) og tveir síðustu árið 2006 (Kai Fieberg Costa Rica Open og Tusker Kenya Open) þegar hann varð 2. á peningalista mótaraðarinnar og hlaut þ.a.l. keppnisrétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2007. Hann hélt þó ekki korti sínu og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2008.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dale Douglass, 5. mars 1936 (76 ára); Tracy Kerdyk, 5. mars 1966 (46 ára)… og ….
Golf 1 óskar stórafmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021