
Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? Grein nr. 2 af 8.
Það fór svo sem marga grunaði að Rory myndi ná 1. sætinu á heimslistanum með sigri á Honda Classic. Hér verður fram haldið kynningunni á nr. 1:
Rory McIlroy fæddist 4. maí 1989 í Holywood, County Down, á Norður-Írlandi. Hann er einkabarn Gerry og Rosie (McDonald) McIlroy og var í St. Patrick grunnskólanum og síðan í Sullivan Upper School.
Rory byrjaði að spila golf einstaklega ungur, en pabbi hans þjálfaði hann frá 18 mánaða aldri (1 1/2 árs). Gerry, pabbi Rory, er mjög góður kylfingur sjálfur, scratch-ari. Rory tókst að slá um 40 yarda (um 35 metra) þegar hann var aðeins 2 ára. Rory elskaði golfið strax og bað pabba sinn næstum á hverjum degi að fara með sig á golfvöllinn. Sú saga gengur í fjölskyldunni af Rory að þegar hann fékk kylfu í gjöf og honum var sýnt rétt grip og fór að sofa um kvöldið neitaði, þá neitaði hann að sofna nema með kylfuna hjá sér. Myndband um golftækni með Nick Faldo var mikið í uppáhaldi hjá honum.
Þegar Rory fór að sýna framfarir tók pabbi hans Gerry McIlroy að sér allskyns aukastörf til þess að geta fjármagnað dýrt golfnám og golfferðir sonarins og Rosie mamma hans vann aukavaktir í verksmiðjunni.
Fyrsti „stóri“ sigur Rory kom á heimsmóti 9-10 ára krakka á Doral Golf Resort & Spa í Miami, Flórída.
Rory lærði að spila og æfði sig í Holywood Golf Club, þar sem hann er enn félagi. Rory varð yngsti félaginn í klúbbnum, 7 ára. Rory fékk ungur einkaþjálfara, Michael Bannon, sem var fyrrum yfirgolfkennari Holywood Golf Club og er til dagsins í dag þjálfari Rory og lærifaðir. Sá hlýtur að vera stoltur í dag af nemandanum sem og foreldrar Rory, sem lögðu svo mikið á sig fyrir Rory alla tíð. Segja má að sonurinn hafi svo sannarlega launað þeim allt dekrið í gegnum tíðina!
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore