Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2012 | 14:30

GKJ: Þórhallur og Sveinn sigruðu á 3. vetrar- móti ársins

Á heimasvæði GKJ á golf.is er eftirfarandi frétt frá klúbbnum:
„Þórhallur og Sveinn Jóhannesson sigruðu í þriðja vetrarmóti ársins.
Loksins tókst að halda þriðja vetrarmót ársins en það fór fram á Hlíðavelli sl. laugardag í ágætis veðri og komu aðeins tvö smá él. Það mættu allavega 41 manns og nutu þess að spila loksins golf aftur. Nú voru leiknar 14 holur og urðu helstu úrslit þau að Þórhallur Kristvinsson sigraði enn og aftur í höggleiknum á 57 höggum eða 2 yfir pari og Sveinn Jóhannesson í punktakeppninni á 28 punktum. Annars var röð efstu manna þessi:
Höggleikur:
1. Þórhallur Kristvinsson, 57 högg
2. Hilmar Harðarson, 63 högg
3. Kjartan Ólafsson, 63 högg

Punktakeppni m/forgjöf:
1. Sveinn Jóhannesson, 28 punkta
2. Jón K. Sigurfinnsson, 27 punkt (18 á síðustu 9)
3. Jakob Ragnarsson, 27 punkta (15 á síðustu 9)

Næsta mót verður nl.k. laugardag og samkvæmt langtímaspá á að vera hiti og er skráning í það mót á netinu. Nánar auglýst þegar nær dregur.“