
Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 22 – Bob Estes
Bob Estes er sá síðasti af 3, sem kynntir verða hér og deildi 8. sætinu á Q-school PGA í La Quinta í desember á s.l. ári. Hinir hafa þegar verið kynntir þ.e. þeir Marco Dawson og Brian Harman. Á morgun er því komið að þeim sem urðu í 7 efstu sætunum.
Bob Estes fæddist í Graham, Texas 2. febrúar 1966 og er því 46 ára. Bob byrjaði að spila golf 4 ára og var harðákveðinn 12 ára að hann ætlaði að spila á PGA Tour. Í menntaskóla var hann liðsfélagi Mike Standly í Cooper High School í Abilene. Annars spilaði hann líka körfubolta á menntaskólaárum sínum Árið 1983 var hann ríkismeistari í golfi Texas 1983. Hann spilaði með 3 meistaraliðum í Texas ríki. Hann var í University of Texas á háskólaárum sínum og spilaði golf með golfliði skólans. Hann býr enn í Austin, Texas í dag.
Fróðleiksmolar um Bob:
Hann vann eitt sinn fyrir Charles Coody í Fairway Oaks Golf & Racquet Club.
Hann er árlegur gestgjafi Fellowship of Christian Athletes Tom Landry Memorial Golf Tournament í Austin, TX.
Einkaþjálfari hans er fyrrum heimsklassastangarstökkvarinn Scott Hennig. Estes er í mjög ströngu þjálfunarprógrammi sem m.a. felur í sér lyftingar, liðleikaþjálfun, aðhald í mataræði og spretthlaup.
Hann er búinn að eiga miða á leiki fótboltaliðs University of Texas frá árinu 1989.
Hann ferðast aldrei án iPhone-sins síns.
Uppáhaldsvefsíðan hans er usatoday.com.
Uppáhaldsháskólalið hans er the Texas Longhorns og síðan heldur hann með Dallas Cowboys og San Antonio Spurs. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn hans er „The O’Reilly Factor.“ Uppáhaldsborgin hans er Sydney, Ástralíu og uppáhaldsfrístaður hans er Cabo San Lucas í Mexíkó. Uppáhaldsapp-ið er Words with Friends.
Góðgerðarsamtök sem Bob Estes styður eru Fellowship of Christian Athletes og The First Tee.
Heimild: PGA Tour.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023