PGA: Tiger Woods ánægður með skorið sitt upp á 62 högg á Honda Classic
Tiger Woods spilaði besta golfhring sinn í yfir 2 ár í gær og sagði að það væri bara tímaspursmál hvenær hann ynni aftur á PGA Tour.
Tiger var á samtals -8 undir pari, 62 höggum á lokahring Honda Classic og varð aðeins 2 höggum á eftir sigurvegaranum Rory McIlroy.
Þetta er besta skor Tiger á lokahring og jafnvel þó það dyggði ekki til þess að hindra yfirtöku Rory McIlroy á toppsæti heimslistans þá er 14-faldur risamótstitilhafinn, Tiger, hamingjusamur.
„Ég hef verið svo nálægt því að ná þessu skori eða skori þar í kring. Þetta var bara tímaspursmál þar til þetta kæmi allt saman,“ sagði Tiger við blaðamenn.
Þetta var lægsta skor Tiger frá því að hann var á 62 höggum á BMW Championship árið 2009, sem er síðasti opinberi sigur fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger Woods).
Áhorfendur, sem hafa hvatt hann áfram alla vikuna létu hvað hæst í sér heyra þegar Tiger fékk frábæran örn á par-5 18. brautinni, þar sem hann sló æðislegt 2. högg inn á flöt og setti síðan örugglega niður 2 metra pútt fyrir erni.
Loksins talar Tiger um vandamál sín í þátíð.
„Ég hugsa að ég hafi bara þurft smá tíma. Ég hef skipt um þjálfara og verið meiddur mestan part s.l. árs og síðan fór ég að tína brotin saman.“
„Allt í allt hefir skorið mitt verið gott frá því í Ástralíu. Og þá var bara að halda áfram og byggja ofan á og halda ferlinu áfram.
„Við hvert mót hef ég tekið framförum og bætt mig. Og þetta er aðeins tímaspursmál þar til allt smellur á heilu móti,“ sagði Tiger.
Woods fór í mótið með áhyggjur af púttum sínum, en eftir að hafa púttað 34 sinnum á 1. hring þá fékk hann ekki 1 pútti meir en 28 það sem eftir var vikunnar.
Og á sunnudaginn (í gær) voru púttin bara 26.
Woods spilar á Doral í næstu viku á WGC-Cadillac Championship, en það kemur ekki á óvart að hann sé þegar farinn að líta til Masters í apríl og möguleikann á 5. sigri sínum á Augusta National.
„Ég er yfir mig ánægður með þá staðreynd að í hverri og einni einustu viku hefir leikur minn batnað. Með hverju móti hefir hann orðið betri og það er einmitt markmiðið þegar nálgast apríl.“
Heimild: NY Times
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024