Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 21:30

Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 4 – Alcaidesa

Alcaidesa golfvöllurinn er við Gíbraltar klettinn og að spila þennan völl verður hverjum og einum ógleymanlegt.  Þegar ég spilaði völlinn 2007 fannst mér eins og ég hlyti að vera eini Íslendingurinn sem hefði spilað völlinn. RANGT!!! Ekki aðeins hafa þó nokkrir Íslendingar spilað þennan gullfallega, ósnortna völl með ægifagurt útsýni á Gíbraltar heldur er a.m.k. einn Íslendingur  klúbbfélagi í Alcaidesa. Alcaidesa golfvellirnir eru 2 x 18 holu vellir annars vegar Alcaidesa Links og hins vegar Alcaidesa Heathland.  Báðir vellirnir eru framúrskarandi, en gamli linksarinn, sem er svo líkur skoskum velli að undrum sætir, á sér fáa líka. Alcaidesa er syðsti 18 holu linksari meginlands Evrópu. Völlurinn sem er 5.866 metra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 23 – Jarrod Lyle

Golf 1 á nú bara eftir að kynna 7 af þeim 29 nýju strákum, sem hlutu kortið sitt á PGA 2012, með því að verða efstir á lokaúrtökumótinu á La Quinta í Kaliforníu í desember s.l.  Fyrst verða þeir 3 kynntir sem deildu 5. sætinu en það eru: T5 T9 Tommy Biershenk (NT) -4 F -14 70 70 68 73 69 68 418 T5 T5 Vaughn Taylor (NT) -3 F -14 65 72 69 73 70 69 418 T5 T5 Jarrod Lyle (NT) -3 F -14 68 72 68 73 68 69 418 Byrjað verður að kynna ástralska kylfinginn Jarrod Lyle. Jarrod fæddist 21. ágúst 1981 í Shepparton, Victoríu í Ástralíu. Hann er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 16:00

LET: Danielle Montgomery var best klæddi kylfingurinn á World Ladies Championship

Við verðlaunaafhendingu á World Ladies Championship var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita verðlaun fyrir þann kylfing sem þótti mest „chic“ þ.e.a.s smartur og þ.a.l. best klæddur. Kosið var um það í opinni kosningu á netinu. Það er skemmst frá því að segja að það var enski kylfingurinn Danielle Montgomery sem varð í 1. sæti yfir best klæddu kylfingana en hún sigraði kosninguna með 21.384 fleiri atkvæðum en næsti kylfingur, sem á eftir henni kom, en það var kínverska stúlkan Shanshan Feng, sem Golf1.is kynnti hér í gær. Heildarfjöldi atkvæða fór yfir 100.000, sem sýnir að áhuginn á þessu uppátæki var mikill. Danielle fékk í verðlaun perluhálsfesti og armband Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 3. grein af 8.

Áhugamannsferill Rory McIlroy Rory var aðeins 15 ára í sigurliði Evrópu á Junior Ryder Cup, árið 2004, þegar mótið var haldið í Ohio, Bandaríkjunum. Árið 2005 varð hann sá yngsti til þess að sigra bæði West of Ireland Championship og the Irish Close Championship. Hann varði titil sinn í  West of Ireland Championship árið 2006 og fylgdi því eftir með sigri á Irish Close Championship.  Í ágúst 2006 vann hann áhugamannamót Evrópu (ens. European Amateur) í Biella Golf Club, nálægt Mílanó á Ítalíu, með samtals skor upp á 274. Í júlí 2005, þá 16 ára setti Rory vallarmet upp á 61 högg á Dunluce linksara Royal Portrush Golf Club. Í okótber var Rory Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alison Nicholas – 6. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Alison Nicholas.  Alison fæddist á Gíbraltar 6. mars 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Alison hlaut menntun sína í the School of St Mary and St Anne (sem nú heitir Abbots Bromley School for Girls). Hún átti mjög góðan áhugamannaferil á Englandi. Alison byrjaði að spila golf 17 ára og árin 1982 og 1983 vann hún Northern Girls Amateur Open. Eins var Alison Nicholas breskur meistari áhugamanna í höggleik árið 1983 og sama ár vann hún Yorkshire Ladies County Championship. Alison Nicholas gerðist atvinnumaður 1984 og komst á Evrópumótaröð kvenna sama ár. Hún komst á LPGA 1989. Alison vann British Women´s Open 1987, þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 10:30

NK: Frábært konukvöld framundan hjá NK-konum eftir 10 daga – Valgeir Guðjónsson skemmtir – takið 16. mars frá!!!

„Konukvöld Nesklúbbsins verður haldið föstudaginn 16. mars nk. í golfskálanum.  Dagskráin er með glæsilegra móti og því um að gera fyrir allar NK-konur að skrá sig sem fyrst og taka jafnvel með sér eina eða tvær vinkonur. Dagskrá: – Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk í boði kvennanefndar. – Borðhald hefst kl. 19.30. – Veislustjóri: Petrea I. Jónsdóttir, félagi í klúbbnum. – Tískusýning. – Valgeir Guðjónsson skemmtir. – Happdrætti með glæsilegum vinningum. – Veisluhlaðborð að hætti Krissa. Verð aðeins kr. 5.500 Skráning er hafin á nkkonur@hotmail.com“ Heimild: nkgolf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 09:30

GOB: Eyþór Ingi Gunnarsson er nýr vallarstjóri á Bakkakotsvelli

Á heimasíðu GOB er eftirfarandi fréttatilkynning: „Eyþór Ingi Gunnarsson hefur verið ráðinn vallarstjóri á Bakkakotsvelli. Eyþór Ingi er lærður NC-Greenkeeper frá St. Andrews, en hann kláraði það nám árið 2009. Hann hefur unnið á Bakkakotsvelli frá árinu 2005 og þekkir því hvern anga á vellinum vel.  Hann tekur við af Einari Hauki Óskarssyni sem hefur verið vallarstjóri síðan 2005 og var þar áður vallarstarfsmaður árin 2002-2004. Golklúbbur Bakkakots vill þakka Einari Hauki kærlega fyrir samstarfið síðustu 10 ár og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi, en hann er að flytjast búferlum til Svíþjóðar í sumar og hyggst reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi.“ Heimild: www.gob.is  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 08:35

GKB: Guðmundur og Sigríður sjá um veitingareksturinn hjá Golfklúbbi Kiðjabergs

Stjórn GKB sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Sæmdarhjónin Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Sigríður Eysteinsdóttir hafa verið ráðin til að sjá um veitingareksturinn í klúbbhúsinu  okkar á Kiðjabergsvelli frá og með 1. maí í vor. Um leið þökkum við þeim Ingibjörgu Sólrúnu Magnúsdóttur og Elísabetu Halldórsdóttur, sem sáu um veitingasöluna í fyrrasumar, fyrir gott samstarf og góða vinnu fyrir klúbbinn. Þær mæðgur sáu sér ekki fært að starfa áfram við rekstur skálans vegna annarra starfa. Við viljum bjóða Guðmund Rúnar og Sigríði velkomin til okkar í Kiðjabergið. Þau þarf vart að kynna fyrir golfurum, þar sem þau sáu m.a. um veitingar í golfskálanum í Leirunni til nokkurra ára. Þau munu flytja í Kiðjaberg og opna veitingarsölu um leið og völlurinn opnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2012 | 21:00

Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 3 – Sherry Golf Jerez

Hér er komið að því að kynna völl, sem kannski er óþarfi að kynna – því  þúsundir Íslendinga hafa prófað hann og kunna að meta hann.  Sherry Golf völlurinn er eiginlega tveir vellir annar 18 holu og hinn par-3 9 holu æfingavöllur, sem fengið hefir mikið hrós þeirra sem prófað hafa. Golfstaðurinn 27-holu er t.a.m. tilvalinn fyrir hjón  eða fjölskyldur þar sem annar/einn aðilinn er forgjafarlægri  og spilar hinn frábæra 18 holu völl, en hin/hitt eru/er að byrja og spila/r 9 holu völlinn. Þarna fá báðir/allir svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi. Sherry golfvöllurinn er staðstettur í Jerez de la Frontiera og er eins og nafnið bendir til á miklu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2012 | 20:00

GK: Ragnar Ágúst Ragnarsson sigraði á 9. púttmóti Hraunkots

Nú í gær fór fram 9. púttmót Hraunkots. Úrslitin urðu þau að Ragnar Ágúst Ragnarsson, GK sigraði á  25 glæsilegum púttum, en 25 pútt þýða 11 einpútt!!!  Þátttakendur voru 29 og urðu úrslit í mótinu eftirfarandi: 1. sæti Ragnar Ágúst Ragnarsson 12 13 25 2.-3. sæti Andrés Þórarinsson 14 12 26 2.-3. sæti Orri Valtýsson 14 12 26 4. sæti Benedikt Árni Harðasson 15 12 27 5.-8. sæti Gunnar Þór Ármannsson 15 13 28 5.-8. sæti Jón Sigurðsson 13 15 28 5.-8. sæti Gísli Sveinbergsson 16 12 28 5.-8. sæti Gestur Már Sigurðsson 14 14 28 9.-11. sæti Hróflur Gunnarsson 14 15 29 9.-11. sæti Jakob Skapti Magnússon 15 14 29 9.-11. sæti Aron Atli Lesa meira