Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2012 | 17:45

Hver er kylfingurinn: Shanshan Feng?

Kínverska stúlkan Shanshan Feng sló í gegn á World Ladies Championship í Hainan í Kína i gær þegar hún vann bæði einstaklingskeppnina og síðan liðakeppnina með löndu sinni Li Ying Ye. En hver er þessi ungi kínverski kylfingur?

Shanshan á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingur en Ólafur Björn okkar Loftsson og auk þess tvær af betri kylfingum kvennagolfsins: Paula Creamer og Anna Rawson. Shanshan er sem sagt fædd í Peking 5. ágúst 1989 og er 22 ára.

Shanshan á samt heima í Howey-in-the-Hills í Flórída. Hún gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum síðan, 2007.

Shanshan Feng á Mizuno Classic.

Shanshan byrjaði að spila golf 10 ára. Það var vegna pabba hennar Feng Xiong sem kynnti hana fyrst fyrir þessum yndislega leik, en hann og þjálfarinn hennar Gary Gilchrist eru þeir sem hún telur hafa haft mest áhrif á feril sinn sem kylfings.

Shanshan er dæmigerð ung kona finnst gaman að versla, leika sér í tölvuleikjum og vera með vinum sínum.

Shanshan komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni í Q-school LPGA 2007 eftir að hún gerðist atvinnumaður og því var 2008 nýliðaárið hennar á túrnum. Hún er fyrsta kínverska konan til þess að spila á LPGA.

Áhugamannsferill Shanshan í Kína var verðlaunum stráður, en hún sigraði m.a. á 9 mótum þar. Hún var unglingameistari (þ.e. China Junior Champion) og vann líka China Junior Open, árið 2004. Hún vann þrívegis áhugamannamót í Kína (ens. China Amateur Tournament (2004-2006)).  Feng var líka meistari í kvennaflokki áhugamana árið 2006 (ens. China Women´s Amateur Open Champion). Hún var í golflandsliði Kína 2006 og vann til verðlauna með því. Hún vann titilinn besti kínverski áhugakylfingurinn á GolfWeek 2007 eftir að hún vann 4 mót á IJGT (ens. International Junior Golf Tour) árið 2007.  Shanshan hlaut líka þátttökurétt á Opna bandaríska kvennamótið (US Women´s Open).

Shanshan Feng sigurvegari á World Ladies Championship í Kína, 4. mars 2012. Mynd: LET

Árið 2008 náði hún besta árangri sínum til gærdagsins 2. sætinu á Bell Micro LPGA Classic. Hún hlaut líka lægsta skor sitt, 63 högg á LPGA State Farm Classic þar sem hún varð í 4. sæti. Hún varð líka T-4 á Navistar LPGA Classic stutt af MaxxForce og Jamie Farr Owen Corning Classic mótinu styrktu af Kroger. Svo varð hún í 6. sæti á Grand China Air LPGA.

Árið 2009 var besti árangur Shanshan T-20 á Michelob ULTRA Open í Kingsmill.

Árið 2010 var besti árangur Shanshan T-4 í LPGA State Farm Classic og í fyrra, 2011, varð hún 4 sinnum meðal 10 efstu þ.á.m. varð hún í 2. sæti á Mizuno Classic.

Tekjur hennar hafa aukist ár frá ári að 2008 undanteknu, en það ár var besta tekjuárið hennar (hún vann sér ínn $472,758). Fyrir sigur sinn í gær á World Ladies Championship á heimavelli fékk hún € 56,275.95.

Hér má sjá skemmtilegt kynningarmyndskeið með Shanshan Feng, sem talar svo til lýtalausa ensku:  SHANSHAN FENG