Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Már Stefánsson – 15. mars 2012
Það er Stefán Már Stefánsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Stefán Már er fæddur 15. mars 1985 og er því 27 ára í dag. Stefán Már er stigameistari GSÍ 2011 og hefir að undanförnu (febrúar 2012) verið að spila á EPD-mótaröðinni þýsku, í Tyrklandi og Marokkó með góðum árangri. Margs er að geta á löngum og farsælum ferli Stefáns Más og verður hér bara stiklað á stóru: Stefán Már hefir a.m.k. tvívegis farið holu í höggi á 2. og 17. braut í Grafarholtinu. Hann hefir m.a. átt fast sæti í liði GR í sveitakeppni karla og liði Reykjavíkur í bikarnum og spilað á stigamótaröð GSÍ. 2010 Í byrjun árs tók Stefán Lesa meira
Evróputúrinn: Open de Andalucia Costa del Sol hefst í dag – Jiménez viss um að Aloha farist mótshaldið vel úr höndum
Í dag hefst í Aloha GC á Costa del Sol á Spáni, Open de Andalucia Costa del Sol, en mótið er hluti Evrópumótaraðarinnar. Miguel Angel Jiménez, sem á fyrirtækið MAJ Group sem stendur að Open de Andalucia Costa del Sol, er sannfærður um að Aloha Golf Club muni fara mótshaldið vel úr höndum. (INNSKOT: Þess mætti geta að Aloha GC er uppáhaldsvöllur Guðmundar Sveinbjörnssonar, GK og Golf 1 hefir verið með kynningu á vellinum, sem sjá má með því að smella HÉR: ) 18-faldur sigurvegarinn á Evróputúrnum (Jiménez) sagði: „Aloha er frábær golfvöllur, þannig að ég er viss um að allir strákarnir eiga eftir að njóta þess að spila þarna. Ég var Lesa meira
ALPG: Queen Sirikit Cup á næsta leyti – Lydia Ko valin í lið Nýja-Sjálands
Dagana 23.-27. apríl fer fram í Tanah Merah Country Club í Singapore, Queen Sirikit Cup. Þetta er í 34. skiptið sem mótið er haldið. Þátt taka lið 14 þjóða frá Ástral-Asíu og þ.a.l. bæði lið Ástralíu og Nýja-Sjálands. Hin 14 ára Lydia Ko hefir verið valin í lið Nýja-Sjálands ásamt þeim Chantelle Cassidy og Emily Perry og binda Ný-Sjálendingar miklar vonir við lið sitt í ár, en lið Nýja-Sjálands hefir ekki unnið mótið frá árinu 1999, þegar þær Lisa Aldridge, Renee Fowler og Tina Howard unnu titilinn eftir umspil við lið Taipei á Paraparaumu Beach. Þetta er í 2. sinn sem Emily Perry tekur þátt í mótinu og í 3. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra lauk leik í 31. sæti á Dr. Donnis Thompson Invitational
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State lauk leik í 31. sæti á Dr. Donnis Thompson Invitational, sem fram fór á Kaneohe Klipper golfvellinum í Hawaii. Valdís spilaði á samtals +19 yfir pari, samtals 235 höggum ( 78 75 82). Þátttakendur voru 82 frá 14 háskólum. Texas State varð í 5. sæti af þeim háskólaliðum, sem kepptu. Kayla Mortellaro frá Idaho háskóla sigraði og af háskólaliðunum 14 sem þátt tóku varð Texas A&M háskólinn hlutskarpastur og í 1. sæti. Til þess að sjá úrslitin í mótinu smellið HÉR
Golfvellir á Spáni: í Cádiz – nr. 8 Almenara
Það er alltaf fullkominn tími til þess að fara í golf. Hvaða tíma árs og hvaða tíma dags… á Almenara… ef við bara gefum okkur tímann. Golfstaðurinn býr yfir 27 holu glæsilegum golfvelli, þar sem hægt er að njóta 3 mismunandi samsetninga 18 holu valla (svipað og á Costa Ballena), sem allir eru par-72, þannig að hver golfleikur bíður upp á nýjar áskoranir fyrir kylfinga. Brautirnar líðast um óviðjafnanlega náttúrufegurð, milli tveggja vatna og eru umgefnar furu- og kork eikartrjám og eins og sést á myndinni einstaka gullfallegu grátvíðistré, sem er strategískt haganlega fyrir komið! Völlurinn var hannaður af golfvallarhönnuðinum fræga Dave Thomas og býður upp á krefjandi brautir jafnvel Lesa meira
NÝTT! Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (1. grein af 20) – Juliana Murcia Ortiz – Katy Harris – Danielle Kang
Hér í kvöld hefst ný greinaröð á Golf1 en kynntar verða „nýju stúlkurnar“ á LPGA 2012. Með „nýju stúlkunum“ er átt við þær sem hlutu kortið sitt á LPGA keppnistímabilið 2012, með því að taka þátt í lokaúrtökumóti Q-school LPGA í desember s.l. Margar hverjar hafa spilað á LPGA áður, með takmörkuðum þátttökurétti en voru að reyna að bæta stöðu sína (hljóta aukinn keppnisrétt) með því að lenda ofarlega í mótinu. Svo eru líka algerir nýliðar. Alls fengu 40 stúlkur keppnisrétt á LPGA, mismikinn eftir því hvar þær lentu á skortöflunni. Þær sem voru í 31-40. sæti voru í Flokk 20 (ens. Priority List Category 20) – þær sem voru Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Justin Rose? (1/3)
Svarið við spurningunni virðist svo auðvelt í augnablikinu, Justin Rose er sigurvegari WGC Cadillac Championship og nr. 7 á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims í dag. En hér er ætlunin að grafa aðeins dýpra eins og venja er í þessum kynningarpistlum um fræga og ekki svo fræga erlenda kylfinga og fer hér fyrsta af 3 greinum um þennan snjalla enska kylfing. Justin Rose fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 30. júlí 1980 og er því 31 árs. Justin gerðist atvinnumaður 1998 og spilar bæði á PGA og á Evróputúrnum. Það hæsta, sem hann hefir komist á heimslistanum, er 6. sætið og alls hefir hann verið í 35 vikur á topp-10, á ferli sínum. Justin Lesa meira
GH: Fjaraðild og námsmannagjald tekið upp á aukaaðalfundi Golfklúbbs Húsavíkur – Félagar í GH hvattir til að fá vini sína í golfið!
Aukaaðalfundur GH var haldinn í golfskálanum fimmtudaginn 8. mars s.l. 19 félagar voru mættir. Reikningar klúbbsins voru lagðir fram og voru þeir samþykktir samhljóða. Gjaldskrárbreyting kom frá stjórn og var hún einnig samþykkt samhljóða. Gjaldskrá er hægt að skoða hérna. Nýtt í gjaldskrá er fjaraðild og námsmannagjald. Einnig var samþykkt að hafa skápaleigu 5.000.- fyrir allar stærðir skápa. Rafmagn verður lagt í vestastagáminn og rukkað sérstaklega fyrir það. Hurðir verða settar á alla skápa. Undir liðnum önnur mál voru nokkrar umræður m.a. um inniæfingaaðstöðu og þörf fyrir fjölgun nýliða í GH. Hvetur stjórnin til þess að félagar horfi í kringum sig og athugi hvort þeir eigi vin sem langar að spila Lesa meira
GA: Golfklúbbur Akureyrar festir kaup á nýjum flatarvaltara
GA hefur fest kaup á valtara sem ætlaður er til notkunar á flatirnar á Jaðarsvelli. Völtun hefur á undanförnum árum orðið mikilvægur þáttur í umhirðu flata, en í stuttu máli kemur völtunin að hluta til í staðinn fyrir slátt. Reynslan hefur sýnt að þetta fyrirkomulag leiðir til sterkara grass á flötunum sem verður m.a. betur í stakk búið til að takast á við þurrk og sjúkdóma af ýmsum toga. Eðlilegt er að velta fyrir sér hverjir helstu kostirnir fyrir okkur kylfingana, en þeir eru fyrst og fremst meira rennsli og minna hopp á flötunum. Það eykur ánægju okkar af spilamennskunni, sem er jú helsta markmiðið okkar allra. Í myndbandinu sem fylgir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass -14. mars 2012
Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 23 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi.Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Besti árangur hennar Lesa meira









