Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Már Stefánsson – 15. mars 2012

Það er Stefán Már Stefánsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Stefán Már er fæddur 15. mars 1985 og er því 27 ára í dag. Stefán Már er stigameistari GSÍ 2011 og hefir að undanförnu (febrúar 2012) verið að spila á EPD-mótaröðinni þýsku, í Tyrklandi og Marokkó með góðum árangri. Margs er að geta á löngum og farsælum ferli Stefáns Más og verður hér bara stiklað á stóru:

Stefán Már hefir a.m.k. tvívegis farið holu í höggi á 2. og 17. braut í Grafarholtinu. Hann hefir m.a. átt fast sæti í liði GR í sveitakeppni karla og liði Reykjavíkur í bikarnum og spilað á stigamótaröð GSÍ.

2010 Í byrjun árs tók Stefán Már þátt í EPD-mótaröðinni  og var við æfingar í Orlandó. Meiðsl í úlnlið voru að há Stefáni Má mestallt sumarið.

2009 Stefán Már spilaði m.a. á H15 mótaröðinni. Um vorið keppti hann á EPD-mótaröðinni m.a. í Sviss. Í júlí varð Stefán Már klúbbmeistari GR í 2. sinn. Í ágúst setti Stefán Már vallarmet í Öndverðarnesinu, 65 högg.

2008 Það ár hóf Stefán Már á æfingaferð á vegum GSÍ til Eagle Creek í Flórída og seinna í janúarmánuði tók hann þátt í LaSella mótinu á Alicante. Í febrúar tók Stefán Már þátt í Valle del Este mótinu og var síðan á æfingum með Team Iceland á Arcos Garden. Í sama mánuði reyndi Stefán Már að komast inn á Opna spænska áhugamannamótið, sem tókst ekki. Í apríl var Stefán í karlaliði Íslands á Sherry Cup, á Sotogrande vellinum (sem Golf 1 mun kynna á næstunni). Í maí spilaði Stefán Már síðan á þýsku EPD mótaröðinni. Í júlí tók Stefán Már þátt í Evrópumóti karla á Ítalíu.

2007 tók Stefán Már m.a. þátt í Opna HansGrohe áhugamannamótinu á Kýpur og Opna austurríska áhugamannamótinu og Evrópumóti landsliða áhugamanna, sem fram fór á Western Gailes golfvellinum í Skotlandi. Hann vann á 6. stigamóti Kaupþingsmótaraðarinnar, sem fram fór í Eyjum, þetta árið. Seint um árið fluttist hann til Lúxemborgar og bjó m.a. hjá Birgi Leif Hafsteinssyni og dró fyrir hann á þeim úrtökumótum, sem Birgir Leifur tók þátt í.

Stefán Már spilaði á lokamóti Faldo series 2006 og auk þess á Heimsmóti áhugamanna í Suður-Afríku, sem  og að hann reyndi fyrir sér á sænsku mótaröðinni það sama ár.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Tsuyoshi Yoneyama, 15. mars 1965 (47 ára),  Helen Beatty (áströlsk), 15. mars 1975 (37 ára),  Christina Kim, 15. mars 1984  (28 ára) … og …


F. 15. mars 1968

F. 15. mars 1955

F. 15. mars 1975

F. 15. mars 1972 (40 ára stórafmæli!!!)

F. 15. mars 1977

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is