
Golfvellir á Spáni: í Cádiz – nr. 8 Almenara
Það er alltaf fullkominn tími til þess að fara í golf. Hvaða tíma árs og hvaða tíma dags… á Almenara… ef við bara gefum okkur tímann.
Golfstaðurinn býr yfir 27 holu glæsilegum golfvelli, þar sem hægt er að njóta 3 mismunandi samsetninga 18 holu valla (svipað og á Costa Ballena), sem allir eru par-72, þannig að hver golfleikur bíður upp á nýjar áskoranir fyrir kylfinga.
Brautirnar líðast um óviðjafnanlega náttúrufegurð, milli tveggja vatna og eru umgefnar furu- og kork eikartrjám og eins og sést á myndinni einstaka gullfallegu grátvíðistré, sem er strategískt haganlega fyrir komið!
Völlurinn var hannaður af golfvallarhönnuðinum fræga Dave Thomas og býður upp á krefjandi brautir jafnvel fyrir reyndustu kylfinga. Best er að skoða heimasíðu Almenara, þar er ákaflega góður vísir, sem leiðir mann í sannleikann um sérhverja braut á Almenara, ásamt myndum frá hverri braut og í sjálfu sér engu við það að bæta.
Til þess að komast á heimasíðu Almenara, smellið HÉR: (farið neðst á Almenara´s hole-by-hole guide)
Aðrar upplýsingar um Almenara:
Heimilisfang: Avda. Almenara s/n Sotogrande. 11310. San Roque, Cádiz, Spánn.
Sími: +34 902 18 18 36
Tölvupóstfang: info@sotogrande.com
Hótel Almenara sími: +34 956582000
Tölvupóstfang: almenara@sotogrande.com
Kaddý Master – Pro Shop sími: +34 956582054
Tölvupóstfang: almenara.golf@sotogrande.com
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023