Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Justin Rose? (3/3)

Áframhald á ferli Justin Rose sem atvinnumanns Árið 2010 varð Justin Rose í 3. sæti á Honda Classic og síðan vann hann Memorial Tournament með lokahring upp á 66 högg og sigraði þar með Rickie Fowler með 3 höggum. Þetta var fyrsti sigur hans á bandarískri grund. Næsta dag varð Justin að spila á úrtökumóti fyrir US Open ásamt Rickie Fowler.  Hvorugur komst í gegnum niðurskurð en þetta hratt að stað umræðu um úrtökumót US Open.  Á næsta móti hans Travelers Championship var Justin með 3 högga forystu fyrir lokadaginn en datt niður í 9. sætið sem hann deildi með öðrum. Gott spilaform hans hélst næstu viku þegar hann leiddi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín – 16. mars 2012

Það er Haraldur Franklín, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og er því 21 árs í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði  Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar í Hafnarfirði, 26. júní 2011. Eins var Haraldur í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Antalya í Tyrklandi, í október s.l. Sveit GR hafnaði í 15. sæti og lék Haraldur Franklín best í sveit GR.  Haraldur Franklín er auk þess í afrekshóp GSÍ, völdum af landsliðsþjálfaranum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 10:10

Rory McIlroy boðið í Hvíta húsið – lofaði að gefa Obama sveifluráð!

Að vera nr. 1 á heimslistanum í golfi hefir svo sannarlega sína kosti – eins og heimboð í Hvíta húsið. Rory McIlroy var nú síðastliðinn miðvikudag boðið í Hvíta húsið í veislu til heiðurs breska forsætisráðherranum, David Cameron. Rory McIlroy fékk ekki aðeins að hitta forsætisráðherra Cameron heldur líka Barack Obama… og líkt og allir vita sem fylgjast með golfi er nokkuð ljóst hvað borið hefir upp í samtali þeirra. Obama er nefnilega mikill golfáhugamaður og þetta var kjörið tækifæri fyrir hann að fá sveifluráð hjá þeim besta. Meðal gesta í veislunni voru aðrir kunnir áhugakylfingar m.a. George Clooney og fv. Bandaríkjaforseti Bill Clinton. McIlroy tweet-aði eftirfarandi frá kvöldverðarboðinu(smellið hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 09:00

LPGA: Yani Tseng og Hee Young Park leiða eftir 1. dag RR Donnelly LPGA Founders Cup

Í gær hófst á Wildfire Golf Club í JW Marriott Desert Ridge Resort and Spa í Phoenix, Arizona, RR Donnelly LPGA Founders Cup. Það er nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, frá Taiwan, sem tekið hefir forystuna ásamt Hee Young Park frá Suður-Kóreu og deila þær 1. sætinu eftir 1. dag. Tseng og Park spiluðu báðar 1. hring á -7 undir pari, 65 höggum. Í 3. sæti er fyrrum nr. 1 í heiminum Jiyai Shin á -6 undir pari, 66 höggum. Fjórða sætinu deila 5 stúlkur: Pernilla Lindberg frá Svíþjóð, Karen Stupples frá Englandi, NY Choi, Hee Kyung Seo frá Suður-Kóreu og Christine Song frá Bandaríkjunum. Allar spiluðu þær á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 08:00

GHR: Andri Már Óskarsson golfmaður HSK

90. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið laugardaginn 10. mars s.l. í félagsheimilinu Brautarholti að Skeiðum. Þingið sátu 117 fulltrúar frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins. Auk hefðbundinna þingstarfa var Íþróttamaður HSK 2011 kjörinn á þinginu.  Fimm manna valnefnd sá um að velja íþróttamanninn líkt og undanfarin ár, en alls voru 21 íþróttamenn í jafn mörgum greinum tilnefndir.  Þeir sem tilnefndir voru, voru eftirfarandi: Badmintonmaður HSK: Imesha Chaturanga, Hamri Blakmaður HSK: Hugrún Ólafsdóttir, Hamri, Borðtennismaður HSK: Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon Briddsmaður HSK: Sigurður Skagfjörð, Dímon Fimleikamaður HSK: Helga Hjartardóttir, Umf. Selfoss Frjálsíþróttamaður HSK: Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss Golfmaður HSK: Andri Már Óskarsson, GHR Glímumaður HSK: Marín Laufey Davíðsdóttir, Samhygð Handkattleiksmaður HSK: Atli Kristinsson, Umf. Selfoss Hestaíþróttamaður HSK: Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 22:45

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012: Kirby Dreher og Mariajo Uribe

Hér verður haldið áfram að kynna stúlkurnar sem komust í gegnum lokaúrtökumót LPGA í desember á s.l. ári, í desember á s.l. ári. Í 34. sæti urðu 5 stúlkur og verður sú fyrsta af þessum 5 kynnt í kvöld: Mariajo Uribe. Verður nú nánar fjallað um Mariajo: Mariajo Uribe. Mariajo Uribe fæddist í Girón í Kólombíu, 27. febrúar 1990 og á því sama afmælisdag og félagi hennar á LPGA, Jessica Korda.  Þegar Mariajo var 17 ára vann hún US Women´s Open 2007 þegar hún sigraði Amöndu Blumenherst 1&0. Uribe spilaði golf með háskólaliði UCLA þar sem hún var All-America First Team selection 2008 og 2009. Mariajo hætti spili á LPGA og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 22:12

PGA: Pádraig Harrington setti nýtt vallarmet á Copperhead – 61 högg!

Í dag hófst Transitions Championship á PGA Tour á Copperhead golfvellinum í Innisbrook Resort í Flórída. Efstur, í 1. sæti eftir 1. dag er Írinn Pádraig Harrington, sem átti glæsihring upp á 61 högg og jafnaði vallarmetið. Harrington fékk 10 fugla á skolafríum frábærum hring. Í 2. sæti á -7 undir pari 64 höggum er Bandaríkjamaðurinn Will Claxton (sjá kynningu Golf 1 á Claxton HÉR:) Fimmta sætinu deila 7 kylfingar þ.á.m. nr. 7 á heimslistanum Justin Rose  á -5 undir pari, en Justin á þó eftir að klára 18. holu. Til þess að sjá stöðuna á Transitions Championship smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 21:55

Evróputúrinn: Matteo Manassero á 64 höggum og í 1. sæti eftir 1. dag á Open de Andalucia

Í dag byrjaði í Aloha Golf Club í Marbella á Suður-Spáni, Open de Andalucia Costa del Sol mótið en gestgjafi á því er enginn annar er Miguel Angel Jiménez. Eftir 1. dag er það ítalski kylfingurinn Matteo Manassero sem leiðir, á -8 undir pari, 64 höggum en Matteo fékk 9 fugla og 1 skolla á hringnum. Öðru sætinu deila 5 kylfingar, sem allir spiluðu á 67 höggum eða 3 höggum meir en Manassero. Þetta eru þeir Eduardo de la Riva frá Spáni, Englendingarnir Anthony Wall og Lloyd Kennedy, Hennie Otto frá Suður-Afríku og Niclas Fasth frá Svíþjóð. Í 7. sæti er annar hópur 6 kylfingar alls, sem spiluðu á 68 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Justin Rose? (2/3)

Eftir að gerast atvinnumaður, þá strögglaði Justin Rose snemma á ferli sínum.  Hann komst ekki í gegnum niðurskurð í 21 skipti í röð. Hann fékk kortið sitt á Evróputúrinn í fyrsta sinn árið 1999. Strax á fyrir næsta keppnistímabil varð hann að fara aftur í Q-school, þar sem hann náði 9. sætinu og fékk kortið fyrir keppnistímabilið 2000. Þrátt fyrir svona byrjunarörðugleika, þá tók ferillinn flugið strax og hann var búinn að ná áttum á Evrópumótaröðinni. Árið 2001 hóf hann árið með því að verða tvívegis í 2. sæti í fæðingarlandi sínu, Suður-Afríku. Hann varð meðal efstu 40 á peningalista Evrópumótaraðarinnar. Justin vann fyrsta mótið sitt sem atvinnukylfingur, Dunhill Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2012 | 14:45

Evróputúrinn: Matteo Manassero leiðir á Open de Andalucia

Matteo Manassero, er enn aðeins 18 ára, en engu að síður er hann í 1. sæti af 144 keppendum á þessu lítt stjörnum prýdda móti Evrópumótaraðarinnar, Open de Andalucia, sem enginn annar en Miguel Angel Jiménez er gestgjafi á. Matteo spilaði Aloha golfvöllinn í Marbella á – 8 undir pari, 64 höggum og er sem segir í efsta sæti þó enn eigi nokkrir eftir að ljúka leik og sætisröðun gæti raskast. Úrslitafrétt birtist á Golf1 síðar í kvöld. Matteo fékk 9 fugla og 1 skolla og er með forystuna sem stendur; á 3 högg á Eduardo de la Riva frá Spáni og Hennie Otto frá Suður-Afríku, sem spiluðu á 68 Lesa meira