
ALPG: Queen Sirikit Cup á næsta leyti – Lydia Ko valin í lið Nýja-Sjálands
Dagana 23.-27. apríl fer fram í Tanah Merah Country Club í Singapore, Queen Sirikit Cup. Þetta er í 34. skiptið sem mótið er haldið. Þátt taka lið 14 þjóða frá Ástral-Asíu og þ.a.l. bæði lið Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Hin 14 ára Lydia Ko hefir verið valin í lið Nýja-Sjálands ásamt þeim Chantelle Cassidy og Emily Perry og binda Ný-Sjálendingar miklar vonir við lið sitt í ár, en lið Nýja-Sjálands hefir ekki unnið mótið frá árinu 1999, þegar þær Lisa Aldridge, Renee Fowler og Tina Howard unnu titilinn eftir umspil við lið Taipei á Paraparaumu Beach.
Þetta er í 2. sinn sem Emily Perry tekur þátt í mótinu og í 3. sinn sem hin unga Lydía Ko tekur þátt, en í fyrra urðu þær ásamt Ceciliu Cho í 5. sæti í mótinu í Delhi Golf and Country Club á Indlandi, 11 höggum á eftir sigurvegaranum Kóreu.
Kórea hefir oftast unnið mótið frá því það hófst 1979, eða alls 14 sinnum, Ástralir næstoftast eða 8 sinnum og Japanir 5 sinnum.
Sjá má heimasíðu Queen Sirikit Cup með því að smella HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023