ALPG: Queen Sirikit Cup á næsta leyti – Lydia Ko valin í lið Nýja-Sjálands
Dagana 23.-27. apríl fer fram í Tanah Merah Country Club í Singapore, Queen Sirikit Cup. Þetta er í 34. skiptið sem mótið er haldið. Þátt taka lið 14 þjóða frá Ástral-Asíu og þ.a.l. bæði lið Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Hin 14 ára Lydia Ko hefir verið valin í lið Nýja-Sjálands ásamt þeim Chantelle Cassidy og Emily Perry og binda Ný-Sjálendingar miklar vonir við lið sitt í ár, en lið Nýja-Sjálands hefir ekki unnið mótið frá árinu 1999, þegar þær Lisa Aldridge, Renee Fowler og Tina Howard unnu titilinn eftir umspil við lið Taipei á Paraparaumu Beach.
Þetta er í 2. sinn sem Emily Perry tekur þátt í mótinu og í 3. sinn sem hin unga Lydía Ko tekur þátt, en í fyrra urðu þær ásamt Ceciliu Cho í 5. sæti í mótinu í Delhi Golf and Country Club á Indlandi, 11 höggum á eftir sigurvegaranum Kóreu.
Kórea hefir oftast unnið mótið frá því það hófst 1979, eða alls 14 sinnum, Ástralir næstoftast eða 8 sinnum og Japanir 5 sinnum.
Sjá má heimasíðu Queen Sirikit Cup með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024