
ALPG: Queen Sirikit Cup á næsta leyti – Lydia Ko valin í lið Nýja-Sjálands
Dagana 23.-27. apríl fer fram í Tanah Merah Country Club í Singapore, Queen Sirikit Cup. Þetta er í 34. skiptið sem mótið er haldið. Þátt taka lið 14 þjóða frá Ástral-Asíu og þ.a.l. bæði lið Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Hin 14 ára Lydia Ko hefir verið valin í lið Nýja-Sjálands ásamt þeim Chantelle Cassidy og Emily Perry og binda Ný-Sjálendingar miklar vonir við lið sitt í ár, en lið Nýja-Sjálands hefir ekki unnið mótið frá árinu 1999, þegar þær Lisa Aldridge, Renee Fowler og Tina Howard unnu titilinn eftir umspil við lið Taipei á Paraparaumu Beach.
Þetta er í 2. sinn sem Emily Perry tekur þátt í mótinu og í 3. sinn sem hin unga Lydía Ko tekur þátt, en í fyrra urðu þær ásamt Ceciliu Cho í 5. sæti í mótinu í Delhi Golf and Country Club á Indlandi, 11 höggum á eftir sigurvegaranum Kóreu.
Kórea hefir oftast unnið mótið frá því það hófst 1979, eða alls 14 sinnum, Ástralir næstoftast eða 8 sinnum og Japanir 5 sinnum.
Sjá má heimasíðu Queen Sirikit Cup með því að smella HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023