
ALPG: Queen Sirikit Cup á næsta leyti – Lydia Ko valin í lið Nýja-Sjálands
Dagana 23.-27. apríl fer fram í Tanah Merah Country Club í Singapore, Queen Sirikit Cup. Þetta er í 34. skiptið sem mótið er haldið. Þátt taka lið 14 þjóða frá Ástral-Asíu og þ.a.l. bæði lið Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Hin 14 ára Lydia Ko hefir verið valin í lið Nýja-Sjálands ásamt þeim Chantelle Cassidy og Emily Perry og binda Ný-Sjálendingar miklar vonir við lið sitt í ár, en lið Nýja-Sjálands hefir ekki unnið mótið frá árinu 1999, þegar þær Lisa Aldridge, Renee Fowler og Tina Howard unnu titilinn eftir umspil við lið Taipei á Paraparaumu Beach.
Þetta er í 2. sinn sem Emily Perry tekur þátt í mótinu og í 3. sinn sem hin unga Lydía Ko tekur þátt, en í fyrra urðu þær ásamt Ceciliu Cho í 5. sæti í mótinu í Delhi Golf and Country Club á Indlandi, 11 höggum á eftir sigurvegaranum Kóreu.
Kórea hefir oftast unnið mótið frá því það hófst 1979, eða alls 14 sinnum, Ástralir næstoftast eða 8 sinnum og Japanir 5 sinnum.
Sjá má heimasíðu Queen Sirikit Cup með því að smella HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig