
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 10 – Vista Hermosa Club de Golf
Vista Hermosa golfvöllurinn er bara 9 holu golfvöllur og e.t.v. ekki 1. val Íslendinga eða annarra sem leggja leið sína til Spánar til að spila golf. En golfvöllurinn er eins og nafnið bendir til gullfallegur (hermosa á spænsku þýðir fallegur). Klúbbhúsið í Vista Hermosa er fallegt, sem og allt umhverfið í kringum það. Þeir sem búnir eru að fara 5-6 sinnum á sömu staðina verða ekki sviknir af þeirri tilbreytingu sem Vista Hermosa býður upp á og reyndar bara út af fyrir sig er þessi litli völlur upplifun, en til stendur að bæta öðrum 9 holum við.
Brautirnar á Vista Hermosa eru þröngar og það er e.t.v. Levante-„vindurinn“ sem pirrar suma kylfinga mest. Öðrum finnst hann notalegur sérstaklega á heitum dögum.
Par vallarins er 72 og hann er 6102 yardar af öftustu teigum. Á vellinum er fjöldi trjáa (m.a. pálmatré) og vatnshindranir.
Golfvöllurinn opnaði árið 1975 og er hannaður af Progolf. Staðsetning vallarins er á milli Jerez og norður af Cádiz nálægt El Puerto de Santa Maria.
Upplýsingar:
Til þess að sjá heimasíðu klúbbsins smellið HÉR: (því miður aðeins á spænsku)
Heimilisfang: Vista Hermosa Club de GolfUrb. Vista Hermosa, Casa Grande
E-11500 Puerto de Santa María-Cádiz, Spánn
Leiðarvísir
Símanúmer: +34 956 541 968
Fax: +34 956 875 604
Tölvupóstfang: info@vistahermosaclubdegolf.com
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)