Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 10 – Vista Hermosa Club de Golf
Vista Hermosa golfvöllurinn er bara 9 holu golfvöllur og e.t.v. ekki 1. val Íslendinga eða annarra sem leggja leið sína til Spánar til að spila golf. En golfvöllurinn er eins og nafnið bendir til gullfallegur (hermosa á spænsku þýðir fallegur). Klúbbhúsið í Vista Hermosa er fallegt, sem og allt umhverfið í kringum það. Þeir sem búnir eru að fara 5-6 sinnum á sömu staðina verða ekki sviknir af þeirri tilbreytingu sem Vista Hermosa býður upp á og reyndar bara út af fyrir sig er þessi litli völlur upplifun, en til stendur að bæta öðrum 9 holum við.
Brautirnar á Vista Hermosa eru þröngar og það er e.t.v. Levante-„vindurinn“ sem pirrar suma kylfinga mest. Öðrum finnst hann notalegur sérstaklega á heitum dögum.
Par vallarins er 72 og hann er 6102 yardar af öftustu teigum. Á vellinum er fjöldi trjáa (m.a. pálmatré) og vatnshindranir.
Golfvöllurinn opnaði árið 1975 og er hannaður af Progolf. Staðsetning vallarins er á milli Jerez og norður af Cádiz nálægt El Puerto de Santa Maria.
Upplýsingar:
Til þess að sjá heimasíðu klúbbsins smellið HÉR: (því miður aðeins á spænsku)
Heimilisfang: Vista Hermosa Club de GolfUrb. Vista Hermosa, Casa Grande
E-11500 Puerto de Santa María-Cádiz, Spánn
Leiðarvísir
Símanúmer: +34 956 541 968
Fax: +34 956 875 604
Tölvupóstfang: info@vistahermosaclubdegolf.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024