Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: Julien Quesne jafnaði vallarmet á Aloha og sigraði Open de Andalucia – fylgdist allan tímann með skori keppinautanna

Frakkinn Julien Quesne, sem vann sinn 1. sigur á Evróputúrnum þegar hann vann Open de Andalucia fylgdist allan tímann með skori keppinauta sinna s.s. fram kemur í stuttu viðtali við Julien eftir sigurinn, sem sjá má HÉR: 

Julien jafnaði vallarmetið upp á 64 högg, sem ítalski strákurinn Matteo Manassero var búinn að setja fyrr í vikunni en Manassero var meira og minna búinn að vera í forystu allt mótið.

Það er algerlega ótrúlegt hversu fullorðinslegur Manassero er en hafa ber í huga að hann er aðeins 18 ára hér í þessu viðtali sem tekið var við hann fyrir lokahringinn. Sjá HÉR: 

Í viðtalinu við Manassero kom m.a. fram að Aloha golfvöllurinn þar sem mótið fór fram krefðist mikillar þolinmæði. Ljóst er að bæði Quesne og Manassero, nr. 1 og nr. 2 í mótinu búa yfir henni!

Heimild: Sky Sports