TaylorMade kaupir Adams fyrir $ 70 milljónir
The Adidas Group, sem er móðurfyrirtæki TaylorMade-Adidas Golf, tilkynnti í dag (19. mars 2012) að náðst hefðu samningar um kaup á Adams Golf fyrir u.þ.b. $70 milljónir.
Á tímum fyrirtækjasamruna, þá hefir Adams farið á sveig við venju undanfarinna ára og vaxið stöðugt sem sjálfstæður, meðal-stór kylfuframleiðandi. En hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspeglaði eiginlega ekki árangur fyrirtækisins og það leiddi til þess að forstjórar fyrirtækisins báðu Morgan Stanley um að koma með tillögur um aðrar strategískar lausnir, þ.á.m. sölu fyrirtækisins.
Varðandi mögulegan kaupanda var nafn Adidas lengi á sveimi. Þeir sem fylgjast með markaðnum hafa gert því í skóna að Adams, sem á sér fylgjendur meðal eldri kylfinga og er þekkt fyrir að framleiða kylfur sem bæta leik kylfingsins gæti vel samsamað sig stefnu TaylorMade sem hefir sett fyrstaflokks frammistöðu golfbúnaðar á oddinn. Fréttir af samningnum í dag staðfestu þessar vangaveltur.
Í skriflegri yfirlýsingu Adidas Group sagði formaðurinn Herbert Hainer: „Þessi kaup endurspegla skuldbindingu okkar til þess að stuðla að vexti golfíþróttarinnar. Sameining Adams Golf og TaylorMade-adidas Golf er gerð því merkin bæta hvert annað.“
Mark King, forseti og framkvæmdastjóri TaylorMade-Adidas sagði: „Okkar hlutverk er að verða besta golfbúnaðarfyrirtækið í heiminum, þvert á alla landafræði, vörur eða viðskiptavini og að bæta Adams Golf við er mikilvægt skref til þess að ná því markmiði.“
The Adidas Group hefir í hyggju að staðgreiða í peningum eða fara í gegnum kredít línur, sem til staðar eru. Hluthafar Adams eiga enn eftir að samþykkja söluna fyrir lok miðbiks 2012.
Samningurinn gengur m.a. út á að Adidas Group kaupir öll hlutabréf Adams fyrir $10.80 stk.
Heimild: GolfWeek
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024