
TaylorMade kaupir Adams fyrir $ 70 milljónir
The Adidas Group, sem er móðurfyrirtæki TaylorMade-Adidas Golf, tilkynnti í dag (19. mars 2012) að náðst hefðu samningar um kaup á Adams Golf fyrir u.þ.b. $70 milljónir.
Á tímum fyrirtækjasamruna, þá hefir Adams farið á sveig við venju undanfarinna ára og vaxið stöðugt sem sjálfstæður, meðal-stór kylfuframleiðandi. En hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspeglaði eiginlega ekki árangur fyrirtækisins og það leiddi til þess að forstjórar fyrirtækisins báðu Morgan Stanley um að koma með tillögur um aðrar strategískar lausnir, þ.á.m. sölu fyrirtækisins.
Varðandi mögulegan kaupanda var nafn Adidas lengi á sveimi. Þeir sem fylgjast með markaðnum hafa gert því í skóna að Adams, sem á sér fylgjendur meðal eldri kylfinga og er þekkt fyrir að framleiða kylfur sem bæta leik kylfingsins gæti vel samsamað sig stefnu TaylorMade sem hefir sett fyrstaflokks frammistöðu golfbúnaðar á oddinn. Fréttir af samningnum í dag staðfestu þessar vangaveltur.
Í skriflegri yfirlýsingu Adidas Group sagði formaðurinn Herbert Hainer: „Þessi kaup endurspegla skuldbindingu okkar til þess að stuðla að vexti golfíþróttarinnar. Sameining Adams Golf og TaylorMade-adidas Golf er gerð því merkin bæta hvert annað.“
Mark King, forseti og framkvæmdastjóri TaylorMade-Adidas sagði: „Okkar hlutverk er að verða besta golfbúnaðarfyrirtækið í heiminum, þvert á alla landafræði, vörur eða viðskiptavini og að bæta Adams Golf við er mikilvægt skref til þess að ná því markmiði.“
The Adidas Group hefir í hyggju að staðgreiða í peningum eða fara í gegnum kredít línur, sem til staðar eru. Hluthafar Adams eiga enn eftir að samþykkja söluna fyrir lok miðbiks 2012.
Samningurinn gengur m.a. út á að Adidas Group kaupir öll hlutabréf Adams fyrir $10.80 stk.
Heimild: GolfWeek
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023