
LPGA: Yani Tseng sigraði á RR Donnelleys LPGA Founders Cup
Það var Yani Tseng sem stóð uppi sem sigurvegari á RR Donnelleys LPGA Founders Cup á Wildfire í Phoenix, Arizona. Þrátt fyrir miklar tafir á mótinu vegna storms og eldingaviðvaranna skorti ekkert á spennuna.
„Ég er stolt af sjálfri mér,“ sagði Tseng. „Ég hékk inni á seinni 9.“ Jafnframt sagði hún að óveðurshlén hefðu gert sér gott því þá hefði gefist tími til að hvílast og fara yfir stöðuna og hugsa allt upp á nýtt.
Yani spilaði lokahringinn við Na Yeon Choi og Ai Miyazato.
„Hún er ótrúleg,” sagði Choi um Tseng. „Ég meina, hún spilar svo vel. Hún lítur aldrei út fyrir að vera taugaóstyrk eða undir álagi. Þannig að ég held að … hún sé full sjálfstrausts núna. Ég veit ekki hver getur stöðvað hana í augnablikinu. Ég meina hún er það ótrúleg. Ég og Ai reyndum okkar besta, en hún var okkur fremri.“
Yani Tseng lauk leik á samtals -18 undir pari, samtals 270 höggum (65 70 67 68). Fyrir sigurinn hlaut Yani $ 225.000, sem eru rúmar 28 milljónir íslenskra króna. Í 2. sæti urðu Na Yeon Choi og Ai Miyazato aðeins 1 höggi á eftir Yani.
Í 4. sæti varð So Yeon Ryu á -13 undir pari og í 5. sæti Hee Young Park á -11 undir pari en báðar eru frá Suður-Kóreu.
Til þess að sjá úrslitin á RR Donnelleys LPGA Founders Cup að öðru leyti, smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023