Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 03:00

PGA: Dufner og Wi leiða eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational – Tiger í 4. sæti – Hápunktar og högg 1. dags

Það eru Charlie Wi og Jason Dufner, sem leiða eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational. Báðir komu þeir Wi og Dufner í hús á -6 undir pari, 66 höggum.

Einn í 2. sæti er Nick Watney, 2 höggum á eftir forystunni, þ.e. á -4 undir pari, 68 höggum.

Fjórða sætinu deila síðan 7 kylfingar, á -3 undir pari, 69 höggum, en þeirra á meðal eru Tiger Woods, Justin Rose og Bubba Watson.

Ernie Els, sem svo sárlega þarf að vera meðal þeirra efstu til þess að eiga möguleika á þátttökumiða á Masters er í 16. sæti á -1 undir pari, 71 höggi.

Meðal þátttakenda er líka barnabarn Arnie, Sam Saunders, sem að sjálfsögðu er staddur þarna í boði styrktaraðila. Sam var á 76 höggum og er í 82. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Arnold Palmer Invitational, smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Arnold Palmer Invitational, glæsiásinn, sem Ryan Moore átti á par-3 7. braut Bay Hill, smellið HÉR: