Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Lawrie – 22. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Írinn Peter Lawrie, en hann er fæddur í Dublin 22. mars 1974 og því 38 ára í dag.  Hann vann Irish Amateur Closed Championship 1996 og gerðist atvinnumaður í kjölfarið árið 1997. Það tók hann nokkur ár að komast á Evróputúrinn en 4. sætið á Challenge Tour stigalistanum 2002 og þ.á.m sigur í Challenge Tour Grand Final varð til þess að hann fékk loks kortið.  Lawrie þakkar sveifluþjálfa sínum Brendan McDaid árangurinn. Lawrie varð fyrsti Írinn til þess að verða Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum. Hann hefðir síðan þá verið meðal 100 efstu á Order of Merit, en besti árangur hans er 36. sætið árið 2010. Lawrie vann fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum 2008 á Open de España, þar sem hann hafði betur í umspili við Ignacio Garrido.
Peter Lawrie er kvæntur konu sinni Phillipu (giftust 2003) og þau eiga 4 börn:  Jessicu (f. 2005); Amelíu Jane (f. 2007); Elizabeth (f. 2009) og Christopher (f. 2011).
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter McEvoy, 22. mars 1953 (59 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (56 ára); Diane Pavich, 22. mars 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Tim Elliot, 22. mars 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (48 ára).
… og …