LPGA: Yani Tseng efst eftir 2. dag á Kia Classic
Það er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng frá Taíwan sem er í 1. sæti á Kia Classic í Carlsbad, Kaliforníu. Yani er búin að spila á samtals -9 undir pari, samtals 135 höggum (67 68) og hefir 2 högga forystu á þá sem næst kemur. Það er Se Ri Pak frá Suður-Kóreu, sem er á samtals -7 undir pari, 137 höggum (71 66). Þriðja sætinu deila síðan 4 stúlkur: Caroline Hedwall frá Svíþjóð, Jodi Ewart frá Englandi, Alison Walshe frá Bandaríkjunum og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jiyai Shin frá Suður-Kóreu. Þær eru allar búnar að spila á samtals -5 undir pari hver. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
PGA: Tiger og Charlie Wi á toppnum þegar Arnold Palmer Invitational er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags
Tiger Woods er kominn á kunnuglegar slóðir þ.e.a.s. í 1. sæti eftir 2. dag Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, en hinn 14-faldi sigurvegari risamóta hefir unnið þetta mót alls 6 sinnum áður. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið…. enn er eftir að spila 2 hringi og eru margir alveg uppvið eða á hæla Tiger… Flestum yfirsést nefnilega í gleðilátunum og stórfréttinni um að Tiger sé í 1. sæti að Charlie Wi er þar líka. Báðir eru þeir Woods og Wi á sama skorinu -10 undir pari og á 134 höggum samtals; Tiger (69 65) og Charlie Wi (66 68). Fast á hæla þeirra, aðeins 1 Lesa meira
Evróputúrinn: Phillip Price leiðir á Trophée Hassan II í Marokkó
Það er Walesverjinn Phillip Price, sem leiðir eftir 2. hring á Trophée Hassan II. Phillip er búinn að spila á -10 undir pari, samtals 134 höggum (68 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Spánverjinn José Manuel Lara og í 3. sæti er Svíinn Joel Sjöholm enn öðru höggi á eftir Price. Líkt og hjá stelpunum á LET, sem líka eru að spila í Marokkó var hvasst í dag og því öllu spili frestað í 5 tíma og svo náðu ekki allir að ljúka leik. Staðan getur því enn breyst en mótinu verður fram haldið á morgun. Til þess að sjá stöðuna þegar Trophée Hassan II er Lesa meira
LET: Marianne Skarpenord efst eftir 2. dag – ekki allar hafa lokið leik vegna 5 tíma tafar sökum hvassviðris
Það er „norska frænka okkar“ Marianne Skarpenord, sem leiðir eftir 2. dag Lalla Meryem mótsins í Marokkó. Marianne spilaði hringinn í dag á glæsilegum 65 höggum! Alls hefir hún því spilað á 135 höggum (70 65). Marianne fékk 8 fugla og 2 skolla á hringnum í dag. Mjög hvasst var á mótsstað í dag og því var mótinu frestað um 5 tíma og ekki allar sem náðu að ljúka leik. Staðan getur því enn breyst á morgun, en þá verður mótinu fram haldið. Til þess að sjá stöðuna þegar Lalla Meryem er hálfnað smellið HÉR:
GK: Benedikt Árni Harðarson púttmeistari Hraunkots 2012!
Það er Benedikt Árni Harðarson, GK, sem er púttmeistari Hraunkots 2012! Þess mætti geta að Benedikt Árni er hluti Vínardrengjakórsins, sem sigraði liðapúttmótaröð GK, í febrúar s.l. Aðrir í Vínardrengjakórnum eru: Benedikt Sveinsson, Dagur Ebenezersson og Ragnar Ágúst Ragnarsson. Benedikt Árni vann mótaröðina á síðustu 4 pútthringjum sínum, þar sem hann var á samtals 158 púttum (25 25 27 27). Frábært skor!.. en það munaði heilum 6 púttum á honum og þeim sem næstur kom… Gesti Má Sigurðssyni, GK, sem varð í 2. sæti. Gestur Már var á mjög góðu og stöðugu skori, 164 púttum (26 28 28 28). Í 3. sæti varð síðan Jón Sigurðsson, á 166 púttum (28 Lesa meira
Þórður Rafn varð í 34. sæti og komst áfram í lokaúrtökumót Shell Houston Open
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts til þess að öðlast þátttökurétt á eitt móta PGA Tour, Shell Houston Open. Mótið fór fram í Cypresswood Golf Club. Þórður Rafn spilaði hringinn á +1 yfir pari, 73 höggum og varð í 34. sæti. Niðurskurðurinn miðaðist við +2 yfir pari. Lokaúrtökumótið fer síðan fram næsta mánudag. Til þess að sjá úrslit úr 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour, Shell Houston Open, smellið HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (8. grein af 20) – Sophia Sheridan; Min Seo Kwak og Stephanie Sherlock
Hluti þeirra 9 stúlkna sem deildu 20. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA í desember s.l. verður nú kynntur. Áður hafa þær Paola Moreno og Concolino verðið kynntar. Stúlkurnar sem kynntar verða í kvöld eru: T20 T29 Sophia Sheridan -1 F 5 75 74 71 74 71 365 T20 T16 Min Seo Kwak 1 F 5 71 74 72 75 73 365 T20 T11 Stephanie Sherlock 2 F 5 73 72 72 74 74 365 Byrjum á þeirri sem heitir eins og Holmes: Stephanie Sherlock. Stephanie fæddist 21. júní 1987 í Augsburg, Þýskalandi og er dóttir David og Angelu Sherlock. Hún er því 24 ára og kanadísk að uppruna. Stephanie á eina Lesa meira
Ljóðið við útskrift Michelle Wie frá Stanford
Leon S. White sem gaf nú nýverið út golfljóðabók og Golf 1 hefir áður fjallað um, smellið HÉR: hefir nú samið ljóð til Michelle Wie í tilefni af útskrift hennar frá Stanford háskóla þetta sumar. Í ljóðinu mærir hann gildi menntunar. Eins vísar hann til Kia auglýsingar sem Michelle leikur í, en nú um helgina fer einmitt fram Kia Classic á LPGA og auglýsingin mikið spiluð í fjölmiðlum vestra. Til þess að sjá Kia auglýsingu Michelle Wie, smellið HÉR: En hér er síðan ljóðið sem Leon S. White skrifaði til Michelle: FOR MICHELLE WIE Michelle Wie, Michelle Wie, Will your critics ever see, That a Stanford ed has done for Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2012
Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963 og vantar því ár upp á að um stórafmæli sé að ræða! Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili . Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna að bæði dóttir hennar Jódís og sonur hennar Axel Bóasson hafa spilað á Eimskipsmótaröðinni, og Axel er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011. Kristín sjálf sigraði 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er næstum alltaf með þeirra efstu. Kristín er gift Bóasi og eiga þau tvö Lesa meira
Arnold Palmer er ekkert hrifinn af löngum pútterum
Í gær hófst Arnold Palmer Invitational á Bay Hill. Allt varðandi Arnold Pálmer, líka nefndur Arnie, er því mjög í umræðunni meðan mót hans stendur, enda Arnie ein af 3 lifandi golfgoðsögnum. T.a.m. komu langir pútterar eða magapútterar til tals í viðtali blaðamanns nokkurs við Arnie fyrir mótið. Spurning blaðamannsins var eftirfarandi: „Ég held að það sé vel þekkt að þú ert með hundruðir ef ekki þúsundir púttera í bílskúrnum þínum. Ég er að velta fyrir mér – hversu oft hefir þú notað maga- eða svonefnda langa púttera og hversu nálægt því hefir þú verið að nota einn slíkan í móti? Og hverjar eru skoðanir þínar almennt að þessum gerðum Lesa meira









