Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 19:45

LET: Tvær franskar í forystu eftir 1. dag á Lalla Meryem í Marokkó: Jade Schaeffer og Julie Maissongrosse

Það eru tvær franskar stúlkur sem deila 1. sætinu eftir 1. dag Lalla Meryem í Marokkó en það eru Jade Schaeffer og Julie Maissongrosse. Báðar voru á -4 undir pari, 67 höggum.

Þrjár deildu 3. sæti á -3 undir pari, 68 höggum: Sophie Walker frá Englandi; Rebecca Codd frá Írlandi og Linda Wessberg frá Svíþjóð.

Í 6. sæti voru 6 stúlkur þar af 3 franskar: Afonso, Lagoutte-Clement og Giquel-Bettan allar á -2 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lalla Meryem smellið HÉR: