PGA: Brian Davis og Louis Oosthuizen efstir á Shell Open þegar leik er frestað vegna myrkurs – hápunktar og högg 2. dags
Það eru meistari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen og Bandaríkjamaðurinn Brian Davis sem eru efstir þegar Shell Houston er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals -11 undir pari, samtals 133 höggum. Forystan er þó með fyrirvara því ekki tókst að ljúka 2. hring og eiga nokkrir eftir að ljúka leik, þ.á.m. gamla brýnið Jeff Maggert, frá Bandaríkjunum sem eftir á að spila 8 holur og er aðeins 1 höggi á eftir þeim Oosthuizen og Davis og er sem stendur í 3. sæti. Þeir sem deila 4. sæti eru þeir, sem lokið hafa leik á samtals -9 undir pari og samtals 135 höggum, en það er hópur 5 Lesa meira
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 14 – Villa Nueva
Villa Nueva Golf Resort er í hinu svonefnda Barrio Jarana í Puerto Real, sem er lítill bær í Cádiz héraði, 10 mínútur frá bænum Cádiz og aðeins 2 km frá ströndinni. Villa Nueva býður upp á 18 holu par-72 golfvöll, þar sem jafnvel mest krefjandi kylfingar fá eitthvað fyrir sitt. Tæknilega er erfiðleikastuðull vallarins mismunandi allt eftir teiga- og holustaðsetningum, líkt og á mörgum öðrum völlum, en kannski engum meira en einmitt þessum. Layout-ið er vel úthugsað. Það sem er einna fallegast á vellinum er útsýnið sem maður hefir yfir bæinn San Fernando þegar farið er af 13. flöt. A.m.k. 5 hundslappir eru á vellinum þ.á.m. 14. braut. Vatn kemur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði á 76 höggum á 1. degi Liz Murphy Collegiate Classic
Í dag hófst í Athens í Georgíu, á golfvelli University of Georgia, Liz Murphy Collegiate Classic. Þátttakendur eru 90 frá 18 háskólum. Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods og lið Wake Forest. Cheyenne og Alison Emrey léku best allra í Wake Forest á 1.degi, voru báðar á 73 höggum, + 1 yfir pari en Ólafía á þriðja besta skorinu, 76 höggum og +4 yfir pari. Sem stendur eru Alison og Cheyenne í 25. sæti en Ólafía Þórunn í 52. sæti, en sætisröðin gæti enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik. Aðrar í liði Wake Forest: Marisa Dodd er T-83 og Greta Lange T-88, spiluðu á Lesa meira
Evrópumótaröðin: 6 eru í efsta sæti þegar Opna sikleyska er hálfnað – David Lynn, Jamie Donaldson, Peter Lawrie, Pelle Edberg, Maarten Lafeber og Simon Wakefield
Það eru hvorki fleiri né færri en 6 sem deila efsta sætinu á Opna sikileyska þegar mótið er hálfnað á Verdura Golf & Spa Resort á Sikiley. Þessir 6 eru forystumaður gærdagsins, Írinn Peter Lawrie, Svíinn Pelle Edberg, Walesverjinn Jamie Donaldson, Hollendingurinn Maarten Lafeber og Englendingarnir David Lynn og Simon Wakefield. Allir forystumennirnir hafa samtals spilað á -8 undir pari, samtals 136 höggum. Sá sem var á besta skorinu í dag var Svíinn Pelle Edberg, en hann kom í hús á 66 höggum, fékk 6 fugla, 2 skolla og glæsilegan örn á 11. braut. Geta mætti þess að Simon Wakefield er sá sem var í efsta sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar Lesa meira
Breska kvengolfsambandið skipti um skoðun: Charley Hull fær að taka þátt í Curtis Cup!
Breski táningurinn Charley Hull hélt upp á það að hún fær að taka þátt í Curtis Cup með því að koma í hús á -1 undir pari 71 höggi á Kraft Nabisco Championship, sem hófst í Rancho Mirage í Kaliforníu í gær. Þetta er fyrsta mót atvinnumanna sem hún tekur þátt í og ekki slæmt fyrir 16 ára áhugamann að vera jöfn öðrum í 18. sæti eftir 1. hring. Hinni 16 ára Charley var upphaflega bannað að taka þátt í Curtis Cup, þegar hún valdi að sleppa æfingu í Nairn í Skotlandi í síðustu viku og þiggja þess í stað boð um að spila á fyrsta risamóti LPGA mótaraðarinnar í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Hreinn Jóhannesson – 30. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Hreinn Jóhannesson. Ólafur Hreinn er fæddur 30. mars 1968 og því 44 ára í dag. Hann byrjaði í golfi 12 ára. Í dag er hann golfkennari og hefir fengist við það að kenna Íslendingum golf á Spáni og hér heima mörg undanfarin ár. Hann byrjaði að kenna árið 2000 í Setberginu, flutti sig svo yfir í Odd og þaðan í GS og svo aftur í Setbergið. Ólafur Hreinn varð Íslandsmeistari 35+ árið 2003. Eins spilaði Ólafur Hreinn á Eimskipsmótaröðinni og sigraði t.a.m. í Leirunni 2008. Það ár varð hann Norðurlandameistari 35+ ásamt Björgvini Sigurbergssyni, GK, Sigurði Pétussyni, GR og Sigurbirni Þorgeirssyni, GÓ. Ólafur Hreinn varð Lesa meira
GK: Guðrún Bjarnadóttir er púttmeistari Keiliskvenna 2012
Á síðasta púttmót Keiliskvenna mættu 25 konur. Á besta skori var Valgerður Bjarnadóttir, en hún var með 31 pútt og síðan komu þær Anna Snædís, Guðrún Bjarna og Jóhanna Sveins með 32 pútt. Guðrún Bjarnadóttir varð púttmeistari Keiliskvenna 2012 og óskar Golf 1 henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur! Lokastöðuna má sjá hér fyrir neðan: 1. sæti Guðrún Bjarnadóttir 113 pútt 2. sæti Ólöf Baldursdóttir 113 pútt 3. sæti Þórdís Geirsdóttir 114 pútt 4. sæti Lesa meira
GR: Vinavellir Golfklúbbs Reykjavíkur 2012
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur gert vinavallasamninga við Golfklúbb Hellu, Golfklúbb Suðurnesja og Golfklúbb Þorlákshafnar fyrir árið 2012. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða krónur 1000 fyrir að leika Golfklúbb Hellu og 1500 krónur fyrir að leika Golfklúbb Suðurnesja og Golfklúbb Þorlákshafnar í hvert sinn er þeir leika golfvellina og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18.holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjaldið í afgreiðslu viðkomandi golfklúbbs. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót. Athugið að panta rástíma áður en spilað er hjá viðkomandi klúbbi. Vinavallasamningar taka strax gildi en félagar eru hvattir til Lesa meira
GA: Stefanía og Vigfús Ingi sigruðu í púttmótaröð GA
Púttmótaröð GA lauk 22.mars. Alls voru 8 mót hjá körlum og 8 mót hjá konum. Sigurvegarar voru þau Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Vigfús Ingi Hauksson. Stefanía Kristín var með 190 pútt það voru 6 mót af 8 sem töldu. Vigfús Ingi sigraði í karlaflokki var með 185 pútt. Verðlaunaafhending fór fram í lokagleði sem fram fór á föstudagskvöldið 23. mars (þ.e.a.s. fyrir viku síðan) í Golfhöllinni. Golf 1 óskar þeim Stefaníu Kristínu og Vigfúsi Inga innilega til hamingju með glæsilegan árangur! Heimild: gagolf.is
GA: Jaðarsvöllur lítur vel út – Skilaboð frá vallarstjóra: „Ekki slá inn á flatir og af brautum – jarðvegur enn blautur og viðkvæmur“
„Jaðarsvöllur á Akureyri lítur vel út miðað við árstíma. Verið er að vinna í götun á brautum (búið er að gata seinni 9) og svo munu þær verða sandaðar. Framkvæmdir eru á áætlun bæði hvað varðar nýframkvæmdir, viðhald véla og tækja og önnur vinna sem unnin er yfir vetrarmánuðina. Í þeirri góðu tíð sem verið hefir undanfarna daga fyrir Norðan eru kylfingar orðnir mjög óþreyjufullir að fara að komast út að slá og spila. Menn hafa verið að mæta á Jaðarssvæðið og slá í röffinu á milli brauta og er það vel. Vallarstjóri og vallarnefnd vilja koma þeim skilaboðum til kylfinga að það er með öllu óheimilt að slá inn á Lesa meira






