Skálamót Golfklúbbs Grindavíkur, 31. mars 2012
GKJ: Arnar Snær og Vilhjálmur sigruðu á Vormóti II – Myndasería og úrslit
Opna vormót GKJ II var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ í dag, laugardaginn 31. mars 2012. Þátttakendur voru 172 og svo margir, að rástímum var bætt við. SJÁ MÁ „litla“ MYNDASERÍU ÚR VORMÓTI II GKJ HÉR: Mótið var 14 holu höggleikur og punktakeppni m/forgjöf – hæst gefið 19 hjá körlum og 22 hjá konum. Verðlaun voru glæsileg gjafabréf á golfvörur frá Golfversluninni Erninum. Úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: 1. sæti Arnar Snær Hákonarson, GR 53 (-2). Hann hlaut gjafabréf frá Örninn golfverslun að verðmæti kr. 15 þús. 2. sæti Rafn Stefán Rafnsson GO 56 (+1). Hann hlaut gjafabréf frá Örninn golfverslun að verðmæti kr. 10 þús. 3. sæti Ögmundur Ögmundsson GR Lesa meira
Vormót II hjá Golfklúbbnum Kili, 31. mars 2012
GSG: Elías og Steinn Baugur unnu á marsmóti nr. 4 í Sandgerði – Myndasería og úrslit
Í dag, laugardaginn 31. mars 2012, fór fram 4. marsmót Golfklúbbs Sandgerðis, í alveg ágætis veðri þar sem sólin lét meira að segja sjá sig rétt upp úr hádegi (ekki víst að allir hafi verið jafnheppnir með veður því það var aðeins þungbúnara eftir hádegi). Þátttakendur voru 110 og lauk 101 keppni. Að leik loknum gátu allir gætt sér á gómsætri súpu sem innifalin var í mótsgjaldi. HÉR MÁ SJÁ MYNDASERÍU ÚR MARSMÓTI NR. 4 HJÁ GOLFKLÚBBI SANDGERÐIS Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Veitt voru þrenn verðlaun fyrir punktakeppnina og ein fyrir höggleikinn og ekki hægt að taka við verðlaunum fyrir hvoru tveggja. Verðlaun fyrir besta Lesa meira
Marsmót nr. 4 hjá Golfklúbbi Sandgerðis, 31. mars 2012
Evróputúrinn: Thorbjörn Olesen leiðir fyrir lokadag Opna sikileyska
Það er Daninn Thorbjörn Olesen, sem leiðir fyrir lokadag Opna sikileyska. Olesen er búin að spila hringina 3 á -12 undir pari, samtals 204 höggum (68 69 67). Í 2. sæti eru Belginn Nicholas Colsaerts og Kanadamaðurinn Andrew Parr á samtals -9 undir pari þ.e. 207 höggum; Colsaerts (67 71 69) og Parr (71 69 67). Fjórða sætinu deila Írinn Peter Lawrie, sem leiddi eftir 1. dag og Skotinn Lloyd Saltman og enn einn Dani Sören Kjeldsen, allir á -8 undir pari samtals, hver. Til þess að sjá stöðuna á Opna sikileyska eftir 3. dag smellið HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir. Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Fb. síðu hans hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir F. 31. mars 1951 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (81 árs); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (45 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (32 ára) …. og …. Gunnar Þór Ásgeirsson F. 31. mars 1985 (27 Lesa meira
GG: Styrktarmót fyrir nýjum golfskála Grindvíkinga í dag – Enn hægt að skrá sig
Á vef GSÍ er eftirfarandi fréttatilkynning frá mótanefnd Golfklúbbs Grindavíkur: „ (Í dag) laugardaginn 31. mars verður opið mót á Hústatóftavelli. Veðurspá lofar góðu fyrir þann daginn. Mótið er styrktarmót þar sem allur ágóði rennur í endurbætur og byggingu nýja golfskála okkar Grindvíkinga. Hér er fyrst og fremst tækifæri fyrir kylfinga að leika á sumarflötum í mars við frábærar aðstæður. Leikið er með punktafyrirkommulagi Verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf. Verðlaunum er stillt í hóf þar sem megintilgangur með mótinu er að fá að leika á sumarflötum við frábærar aðstæður í mars. Nándarverðlaun á 13. holu (par 3). Þeir sem hefja leik að loknu hléi (eftir hádegi) hefja leik á 6 Lesa meira
Evróputúrinn: John Daly er tveimur höggum á eftir forystunni á Opna sikileyska
Kylfingurinn litríki John Daly, sem virðist ekki geta gert annað en að skandalesera þegar hann spilar í Ástralíu gengur vel á Opna sikileyska. Hann var með 5 fugla og örn á 2. degi mótsins í gær og með glæsiskor, 67 högg og er aðeins 2 höggum á eftir forystunni. Hann er einn 12 kylfinga sem deilir 14. sæti á mótinu. Frábært að sjá hann vera að komast í gegnum niðurskurð aftur! Í 1. sæti eru s.s. Golf1 greindi frá í gær 6 kylfingar: Peter Lawrie (72), Jamie Donaldson (71), David Lynn (69), Pelle Edberg (66), Maarten Lafeber (68) og Simon Wakefield (67). Daly sagði að það hefði verið mikil barátta Lesa meira
LPGA: Yani Tseng leiðir þegar Kraft Nabisco risamótið er hálfnað
Það er hin ótrúlega Yani Tseng, frá Taíwan, sem tekið hefir forystuna á Kraft Nabisco risamótinu, í Rancho Mirage í Kailforníu. Yani er búin að spila á 136 höggum (68 68) þ.e. -8 undir pari. Á blaðamannafundi eftir 2. hring sagði Yani m.a. að hún hyggðist fara að spila körfubolta en um hringinn hafði hún eftirfarandi að segja: „Mér finnst virkilega gaman að spila á þessum velli og skemmti mér alltaf vel. Golfvöllurinn er mjög krefjandi. Maður verður að vera á braut til þess að gefa sjálfum sér fleiri fuglasjénsa.“ Í 2. sæti og aðeins 1 höggi á eftir er Haejl Kang frá Suður-Kóreu. Í 3. sæti eru síðan landa Kang, Lesa meira






