Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2012 | 07:00

GA: Jaðarsvöllur lítur vel út – Skilaboð frá vallarstjóra: „Ekki slá inn á flatir og af brautum – jarðvegur enn blautur og viðkvæmur“

„Jaðarsvöllur á Akureyri lítur vel út miðað við árstíma.  Verið er að vinna í götun á brautum (búið er að gata seinni 9) og svo munu þær verða sandaðar.

Framkvæmdir eru á áætlun bæði hvað varðar nýframkvæmdir, viðhald véla og tækja og önnur vinna sem unnin er yfir vetrarmánuðina.

Í þeirri góðu tíð sem verið hefir undanfarna daga fyrir Norðan eru kylfingar orðnir mjög óþreyjufullir að fara að komast út að slá og spila. Menn hafa verið að mæta á Jaðarssvæðið og slá í röffinu á milli brauta og er það vel.

Vallarstjóri og vallarnefnd vilja koma þeim skilaboðum til kylfinga að það er með öllu óheimilt að slá inn á flatir og slá af brautum. Öll umgengni verður að vera til fyrirmyndar þar sem jarðvegurinn er blautur og viðkvæmur   En enn er alltaf fullt í Golfhöllinni og menn og konur dugleg að æfa sveifluna og púttstrokuna.

Golfhermirinn er í fullum „swing“ og þokkalega góð aðsókn í hann. Hægt að er fá tíma í hann hjá Rúnari bæði á æfingasvæði og 9 og 18 holur.“

Heimild: gagolf.is