
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 14 – Villa Nueva
Villa Nueva Golf Resort er í hinu svonefnda Barrio Jarana í Puerto Real, sem er lítill bær í Cádiz héraði, 10 mínútur frá bænum Cádiz og aðeins 2 km frá ströndinni.
Villa Nueva býður upp á 18 holu par-72 golfvöll, þar sem jafnvel mest krefjandi kylfingar fá eitthvað fyrir sitt. Tæknilega er erfiðleikastuðull vallarins mismunandi allt eftir teiga- og holustaðsetningum, líkt og á mörgum öðrum völlum, en kannski engum meira en einmitt þessum.
Layout-ið er vel úthugsað. Það sem er einna fallegast á vellinum er útsýnið sem maður hefir yfir bæinn San Fernando þegar farið er af 13. flöt. A.m.k. 5 hundslappir eru á vellinum þ.á.m. 14. braut. Vatn kemur við sögu á 7 holum þ.á.m. þeirri sem e.t.v. er eftirminnilegust en það er 11. brautin, sem er par-3 (102 metrar af rauðum og 139 af gulum). Nokkrar brautir eru líka þannig að slá verður „blindandi“ á þær þ.e. maður sér ekki flaggið. T.a.m. á 16. braut verður maður að slá í gegnum trjáumvafða brautina áður en maður sér flötina sem blasir við eftir að farið er niður nokkurn halla.
Það eru flatirnar sem eru algjörlega í sérklassa, geysihraðar og það er það sem verður flestum líklega eftirminnilegast eftir spila á vellinum.
Klúbbhúsið er lítið, en smart og það er golf pro-shopið líka og maturinn er fyrirtaks, enda staðurinn rekinn af Þjóðverjanum Oliver Günther.
Upplýsingar:
Heimasíða: www.villanuevagolf.com, en komast má á síðuna með því að smella HÉR:
Heimilisfang: C/Verbena s/n Barrio Jarana, Puerto Real, 11510 Cádiz.
Sími: + 34 956 474084/4130.
Fax: +34 956 474117
Tölvupóstur: oliver.gunther@vincciholteles.com
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023