Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Hreinn Jóhannesson – 30. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Hreinn Jóhannesson. Ólafur Hreinn er fæddur 30. mars 1968 og því 44 ára í dag. Hann byrjaði í golfi 12 ára. Í dag er hann  golfkennari og hefir fengist við það að kenna Íslendingum golf á Spáni og hér heima mörg undanfarin ár. Hann byrjaði að kenna árið 2000 í Setberginu, flutti sig svo yfir í Odd og þaðan í GS og svo aftur í Setbergið.

Ólafur Hreinn varð Íslandsmeistari 35+ árið 2003. Eins spilaði Ólafur Hreinn á Eimskipsmótaröðinni og sigraði t.a.m. í Leirunni 2008. Það ár varð hann Norðurlandameistari 35+ ásamt Björgvini Sigurbergssyni, GK, Sigurði Pétussyni, GR og Sigurbirni Þorgeirssyni, GÓ.   Ólafur Hreinn varð klúbbmeistari Golfklúbbs Setbergs 2010 og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum hans á golfsviðinu.  Ólafur Hreinn er kvæntur Bryndísi Evu Jónsdóttur.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Ágúst Húbertsson, „Gústi” fyrrum framkvæmdastjóri Keilis, 30. mars 1943 (69 ára);  Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (54 ára) … og …

  • F. 30. mars 1973 (39 ára)
  • F. 30. mars 1963 (49 ára)

    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is