Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2012 | 09:00

GR: Vinavellir Golfklúbbs Reykjavíkur 2012

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur gert vinavallasamninga við Golfklúbb Hellu, Golfklúbb Suðurnesja og Golfklúbb Þorlákshafnar fyrir árið 2012. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða krónur 1000 fyrir að leika Golfklúbb Hellu og 1500 krónur fyrir að leika Golfklúbb Suðurnesja og Golfklúbb Þorlákshafnar í hvert sinn er þeir leika golfvellina og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18.holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjaldið í afgreiðslu viðkomandi golfklúbbs. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót. Athugið að panta rástíma áður en spilað er hjá viðkomandi klúbbi.

Vinavallasamningar taka strax gildi en félagar eru hvattir til að kynna sér opnunartíma hvers vallar fyrir sig.
Vinavellir Golfklúbbs Reykjavíkur árið 2012
• Golfklúbbur Hellu
• Golfklúbbur Suðurnesja
• Golfklúbbur Þorlákshafnar

Heimild: grgolf.is