GA: Karlarnir sigruðu í Rydernum
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar er eftirfarandi fréttatilkynning: „Ryderkeppni GA fór fram á föstudagskvöldið (fyrir viku síðan, þ.e. 23. mars 2012) – 12 efstu í báðum flokkum úr púttmótaröð GA unnu sér þátttökurétt í Rydernum. Keppt var í tvímenningi og fjórmenningi. Þriðja árið í röð höfðu karlarnir betur. Karlaliðið skipuðu þeir: Vigfús Ingi Hauksson, Anton Ingi Þorsteinsson, Eiður Stefánsson, Þórir V. Þórisson, Stefán M. Jónsson, Sigurður Samúelsson, Hjörtur Sigurðsson, Jón Vídalín, Sigmundur Ófeigsson, Sigþór Haraldsson, Guðmundur Lárusson og Haraldur Júlíusson. Kvennalið var þannig skipað: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Anna Einarsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Brynja Jónsdóttir, Halla Sif Svavarsdóttir, Guðlaug María Óskarsdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Jónasína Arnbjörnsdóttir, Auður Dúadóttir, Eygló Birgisdóttir og Anna Lesa meira
GH: Enn lokað fyrir alla umferð um Katlavöll – endurbætur í golfskála GH
Katlavöllur er enn viðkvæmur eftir vetrarhörkur og er lokað fyrir alla umferð og spil á honum. Þessi einn fallegasti 9-holu golfvöllur á Íslandi verður þó eflaust fljótur að jafna sig, enda jafnan mikið nostrað við hann. Á meðan aðalvöllurinn er lokaður er æfingasvæðið opið og eins litli völlurinn og hefir sést til nokkurra góðra æfa sveifluna þar. Mikill framkvæmdahugur er í GH-ingum og í fyrradag heyrðust smiðshögg og læti frá golfskálanum. Húsanefndin var þá öll á svæðinu að rústa eldhúsinu og tjasla því saman aftur, en Norðurvík er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð og verður vinnuaðstaðan í eldhúsi golfskálans eflaust fyrsta flokks á eftir. Sjá má myndir af framkvæmdaglöðum Húsvikingum í Lesa meira
LPGA: Amy Yang leiðir eftir 1.dag Kraft Nabisco Championship
Í dag hófst á Mission Hills golfvellinum í Rancho Mirage eitt risamót kvennagolfsins: Kraft Nabisco Championship. Eftir fyrsta dag er það Amy Yang frá Suður-Kóreu sem tekið hefir forystu. Amy spilaði á -6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er Lindsay Wright frá Ástralíu, sem spilaði á -5 undir pari, 67 höggum. Í 3. sæti er nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng, á -4 undir pari, 68 höggum. Enn eiga nokkrar eftir að ljúka leik, en engin sem náð getur ofangreindum 3 forystukonum 1. dags. Enski áhugamaðurinn 16 ára, Charley Hull, sem er að fórna þátttöku sinni í Curtis Cup til þess að geta spilað á fyrsta risamóti Lesa meira
PGA: Angel Cabrera og Carl Petterson leiða eftir 1. dag Shell Houston – fresta varð leik vegna úrhellisrigningar
Það eru Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Svíinn Carl Petterson, sem leiða eftir 1. dag Shell Houston, sem hófst í dag. Spilað er á Redstone golfvellinum í Humble, Texas. Cabrera og Pettersson eru báðir búnir að spila á 65 höggum þ.e. -7 undir pari og eru í forystu sem stendur en ekki tókst á ljúka hringnum í dag vegna úrhellisrigningar. Í 2. sæti eru þeir sem eru á -6 undir pari sem stendur: gamla brýnið Jeff Maggert, Ricky Barnes og Jim Herman, en Jim á reyndar eftir að spila 3 holur, sem hann gerir á morgun. Sjötta sætinu deila síðan Bandaríkjamennirnir Bud Cauley, Keegan Bradley og James Driscoll og Kanadamaðurinn Graham Lesa meira
Golfvellir í Rússlandi (2. grein af 9): Yfirlit yfir 9 holu golfvelli
Hér birtist nú 2. greinin af 9 um golfvelli í Rússlandi. Þegar hefir verið fjallað um einn glæsilegasta golfvöll Rússlands, Agalarov Estate. Í kvöld birtist yfirlit yfir alla helstu 9-holu golfvelli Rússands. Þeir sem upplýsingar fundust um eru samtals 6 (eða 7 ef maður telur völlinn í St. Pétursborg með). Golfvellirnir eru eftirfarandi: 1. Devyatka Golf Club Heimilisfang: Yurovskaya 41, Kurkino, Moskva. 2. Rostov on Don Golf & Country Club Heimilisfang: Stanitsa Starocherkasskaya, Russia Hefir mismunandi teigastaðsetningar á seinni 9. Hönnuður: Volker Pushel (2008-2o11) 3. Dunes Golf & Country Club Sá eini í St. Pétursborg. Eiginlega eru bara 3 holur, en fyrir okurverð (1500 rúbblur = u.þ.b. 7500 íslenskar krónur) fær maður að spila Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (11. grein af 20) – Victoria Tanco og Ayaka Kaneko
Nú er komið að því að kynna seinni 2 stúlkurnar af 5, sem urðu í 15. sæti á lokaúrtökumóti LPGA, Victoria Tanco og Ayaka Kaneko í desember s.l. Báðar eru komnar með fullan þátttökurétt á LPGA keppnistímabilið 2012. Byrjum á Ayaka Kaneko. Ayaka Kaneko (金子絢香)er japönsk og fæddist 24. janúar 1990 og er því 22 ára. Pabbi hennar spilaði hafnarbolta fyrir Chunichi Drekana (var atvinnumaður). Ayaka ólst upp á Hawaii þar sem hún vann þegar á unga árum fjölda móta og var hluti afrekskylfinga golfsambands unglinga í Hawaii (ens.: Hawaii Junior Golf Association). Kaneko átti góðan áhugamannaferil. Fyrir 6 árum, 2006, aðeins 16 ára varð hún í 2. sæti á Callaway Golf Junior Lesa meira
Viðtalið: Cheyenne Woods svo miklu meira en bara frænka Tiger Woods
Cheyenne Woods er svo miklu meira en bara frænka Tiger Woods. Fyrir það fyrsta er hún liðsfélagi Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur, GR, Íslandsmeistara bæði í holukeppni og höggleik 2011, í Wake Forest. En Cheyenne er líka góð fyrirmynd minnilhlutahóps í golfinu, þar sem konur eru. Hér er á eftir fer lausleg þýðing á skemmtilegu viðtali við Cheynne á www.blackenterprise.com: „Þó Cheyenne Woods sé gegnsýrð af golfgoðsögn fjöskyldu sinnar, þá er hún að skapa sér nafn sjálf. Þegar litið er til þess að hún er Atlantic Coast Conference einstaklings golfmeistari ársins 2011, hún er „four-time letterman“ (þ.e. handhafi titla sem veittir eru í bandarískum háskólum), handhafi meira en 30 titla sem áhugamaður, Lesa meira
Evróputúrinn: Írinn Peter Lawrie efstur á Opna sikileyska
Það er Írinn Peter Lawrie sem er efstur á Opna sikileyska, sem hófst í dag á Verdura Golf & Spa Resort. Á skorkortinu hans í dag voru 9 fuglar og 1 skolli og erfitt að sjá að nokkur muni ná honum; þ.e. Lawrie var á -8 undir pari, 64 höggum. Á hæla hans eru Daninn Sören Kjeldsen og Walesverjinn Jamie Donaldson á -7 undir pari, 65 höggum. Sá eini sem gæti orðið Lawrie skeinuhættur, sem stendur, er Englendingurinn James Morrison, sem líka er búinn að spila á -7 undir pari en á 1 holu eftir óspilaða, þegar þetta er ritað. Þegar þetta er ritað eiga nefnilega nokkrir eftir að koma inn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kirk Alan Triplett – 29. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Kirk Alan Triplett, en hann er fæddur í Moses Lake, Washington, 29. mars 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Það fer ekki mikið fyrir þessum mikla golfsnillingi, sem spilar á PGA, en fær eftir daginn í dag þátttökurétt á Champions Tour. Triplett var á sínum tíma meðal 25 bestu á heimslistanum. Í dag hefst Shell Houston mótið á PGA mótaröðinni, en Triplett varð einmitt í 2. sæti á því móti fyrir nákvæmlega 20 árum síðan, 1992. Triplett gerðist atvinnumaður í golfi 1985. Hann hefir þrívegis sigrað á PGA Tour og 1 sinni á Nationwide. Besti árangur hans á risamótum er T-6 árangur á The Lesa meira
Unglingar í GS í æfingaferð á Costa Ballena
Þann 16. mars s.l. fór 25 manna hópur GS-inga til Spánar, nánar tiltekið til Costa Ballena sem staðsett er syðst á Spáni. Um æfingaferð GS-unglinga er að ræða en 16 unglingar, 8 foreldrar og golfkennari GS fara í ferðina. Krakkarnir hafa safnað fyrir þessari flottu ferð í allan vetur með hinum ýmsu fjáröflunarleiðum og hafa margir orðið varir við söfnun þeirra. Golfsvæðið á Costa Ballena er talið eitt af betri golfsvæðum Evrópu en það er hannað af US Masters meistaranum Jose Maria Olazabal. Golfvöllurinn er 27 holur auk 9 holu par-3 holu vallar. Æfingasvæði vallarins er eitt það stærsta og besta á Spáni en svæðið er flóðlýst og geta 140 Lesa meira









