Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 22:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og lið Wake Forest urðu í 12. sæti á Liz Murphey

Í dag lauk  í Athens í Georgíu, á golfvelli University of Georgia, Liz Murphey Collegiate Classic. Þátttakendur voru 90 kylfingar frá 18 háskólum. Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods og lið Wake Forest. Ólafía Þórunn lauk leik á samtals +13 yfir pari, samtals 223 höggum (76 77 76) og deildi 56. sæti með öðrum. Hún var á 3. besta skorinu í liði sínu. Cheyenne Woods spilaði best allra í liði Wake Forest var á samtals -1 undir pari, samtals 215 höggum (73 69 73) og varð í 12. sæti. Lið Wake Forest varð í 12. sæti. Til þess að sjá úrslitin í Liz Murphey Collegiate Classic smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 21:15

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey eru í 7. sæti á Carolina Sands Intercollegiate

Í gær hófst í Elisabethtown Norður-Karólínu, Carolina Sands Intercollegiate, en gestgjafi er UNC Pembroke háskólinn. Meðal þátttakenda í mótinu eru Arnór Ingi Finnbjörnsson og lið hans Belmont Abbey. Liðin sem keppa í Carolina Sands Intercollegiate eru eftirfarandi: St. Andrews, Chowan, Belmont-Abbey, Coker College, Mount Olive, No. 27 Wingate, No. 24 Barton, Catawba, Post University, Louisburg College, Young Harris College, Wake Tech, Brevard og gestgjafinn UNC Pembroke. Upprunalega átti mótið að vera 54 holu og átti að spila 36 holur í gær, en vegna slæms veðurs var mótið stytt í 36 holu mót, fyrri hringurinn spilaður í gær og seinni í dag. Eftir fyrri daginn er lið Belmont Abbey í 7. sæti. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 20:20

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór í 3. sæti á Jim West Intercollegiate

Kristján Þór Einarsson, GK og Íslendingaliðið í Nicholls State spilaði 1. hringinn í dag á Jim West Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Victoria Country Club í Victoria, Texas. Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum og gestgjafi er háskólinn sem Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, stundar nám í og spilar golf með golfliði skólans, Texas State.  Í gær sagði hún enda á Facebook síðu sinni að í dag yrði „Íslendingahittingur.“ Háskólarnir sem þátt taka í Jim West Intercollegiate eru: Cal State Fullerton; Houston Baptist; Houston-Victoria; Idaho; McNeese; Nicholls; Rice; Sam Houston State;  Stephen F. Austin;  Texas State; UTEP og UTSA. Kristján Þór spilaði á -2 undir pari í dag, glæsilegum 70 höggum og langbest allra í Nicholls State. Hann deilir 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 15:05

Evrópumótaröðin: Thorbjörn Olesen sigurvegari á Opna sikileyska

Það var Daninn Thorbjörn Olesen sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna sikileyska (ens.: Open Sicilian) 2012, sem lauk nú fyrir skemmstu. Hann spilaði á samtals -15 undir pari, samtals 273 höggum (68 69 67 69). Þetta er fyrsti sigur Olesen á Evróputúrnum. Í 2. sæti varð Englendingurinn Chris Wood, aðeins 1 höggi á eftir Olesen, á samtals -14 undir pari samtals. Hann gerði harða atlögu að Olesen og jafnaði vallarmetið, 64 högg á lokahringnum, en það dugði ekki til sigurs. Þriðja sætinu deildu Belginn Nicholas Colsaerts og landi Olesen, Sören Kjeldsen á samtals – 12 undir pari hvor. Í 5. sæti varð síðan Spánverjinn José Manuel Lara, á -11 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og er því 14 ára í dag. Helgi Snær er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Svo sem hann á ættir til er Helgi Snær snjall kylfingur, því þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn með 12,8 í forgjöf og spilaði  á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, (sbr. meðfylgjandi mynd, þar sem móðir hans var kaddý). Foreldrar Helga Snæs eru Björgvin Sigurbergsson og Heiðrún Jóhannsdóttir og systir hans er Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Þess mætti geta að í dag er tvöfalt tilefni til hamingjuóska Helga Snæ til handa, því hann fermdist frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í gær. Hægt er að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 05:10

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Loftsson í 8. sæti á Irish Creek Collegiate

Í gær hófst í Kannapolis í Norður-Karólínu, Irish Creek Collegiate. Í mótinu taka þátt 75 kylfingar frá 13 háskólum. Meðal þátttakenda er Ólafur Björn Loftsson, NK og lið hans Charlotte. Ólafur Björn spilaði fyrstu 2 hringina á samtals -4 undir pari, samtals 138 höggum (71 67) og þann seinni í gær á glæsilegum 67 höggum, þ.e. -3 undir pari. Ólafur Björn deilir 8. sæti með Chris Malec frá Louisville og er búinn að spila langbest af liði Charlotte. Charlotte er í 4. sæti í liðakeppninni. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Irish Creek Collegiate smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og lið Wake Forest í 11. sæti á Liz Murphey Collegiate

Í gær hófst í Athens í Georgíu, á golfvelli University of Georgia, Liz Murphey Collegiate Classic. Þátttakendur eru 90 frá 18 háskólum. Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods og lið Wake Forest. Ólafía Þórunn spilaði á 77 höggum, 2. dag mótsins og er því búin að spila á samtals 153 höggum (76 77) og deilir sem stendur 56. sætinu ásamt 4 öðrum.  Ólafía Þórunn er á 3. besta skori liðs síns. Cheyenne Woods spilaði best allra í liði Wake Forest, var á -3 undir pari, 69 höggum – glæsilegu skori í gær! Cheyenne er búin að spila á samtals 142 höggum (73 69) og deilir sem stendur 9. sætinu ásamt 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 04:44

LPGA: Karin Sjödin og Yani Tseng deila forystunni á Kraft Nabisco fyrir lokahringinn

Það er nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, sem heldur forystu sinni á Kraft Nabisco fyrir lokahring 1. risamóts ársins í kvennagolfinu, Kraft Nabisco Championship, en deilir henni að þessu sinni með hinni sænsku Karin Sjödin. Báðar eru þær Yani og Karin Sjödin búnar að spila á samtals -9 undir pari, þ.e. 207 höggum hvor: Yani (68 68 71) og Karin Sjödin (72 67 66). Þær stöllur hafa 2 högga forystu á Haeji Kang frá Suður-Kóreu, sem er ein í 3. sæti á -7 undir pari samtals . Fjórða sætinu deila 5 stúlkur frá Suður-Kóreu á -6 undir pari allar samtals hver, en þetta eru þær: Ji, Kim, Seo, Choi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 04:00

PGA: Louis Oosthuizen leiðir eftir 3. dag Shell Houston – hápunktar og högg 3. dags

Það er Louis Oosthuizen, frá Suður-Afríku, sigurvegari á Opna breska 2010, sem leiðir eftir 3. dag Shell Houston. Oosthuizen er búinn að spila á samtals -17 undir pari, samtals 199 höggum (67 66 66) og á 2 högga forskot á þann sem næstur kemur. Það er enginn annar en heimsmeistarinn í holukeppni 2012, Hunter Mahan, og er hann búinn að spila á -15 undir pari, samtals 201 höggi (69 67 65). Þriðja sætinu deila Englendingurinn Brian Davis og Svíinn Carl Pettersson, báðir á -14 undir pari samtals. Í 5. sæti er Bandaríkjamaðurinn Brian Driscoll á samtals -12 undir pari. Sjötta sætinu deila síðan 3 góðir: Phil Mickelson, sem er langt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2012 | 21:00

GG: Ragnar Davíð Riordan vann Skálamótið í Grindavík – Myndasería og úrslit

Í dag, laugardaginn 31. mars 2012, fór fram styrktarmót fyrir skálabyggingu GG á Hústatóftavelli. Mótið var styrktarmót og rann allur ágóði í endurbætur og byggingu á nýjum golfskála þeirra Grindvíkinga. Þátttakendur voru 99 og 93 luku leik. SJÁ MÁ MYNDASERÍU ÚR SKÁLAMÓTI GG HÉR:  Kylfingar sem voru að spila á Húsatóftavelli þegar Golf 1 bar að garði í dag, dásömuðu einróma flatirnar, en leikið var á sumarflötum við frábærar aðstæður. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni og verðlaun veitt fyrir efstu 3 sætin.  Veitt voru nándarverðlaun á 13. holu (par-3). Sigurvegari Skálamótsins með meiru var Ragnar Davíð Riordan, GVS, en hann vann bæði höggleikinn, kom í hús á glæsilegum 70 höggum og vann líka Lesa meira