Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 21:15

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey eru í 7. sæti á Carolina Sands Intercollegiate

Í gær hófst í Elisabethtown Norður-Karólínu, Carolina Sands Intercollegiate, en gestgjafi er UNC Pembroke háskólinn.

Meðal þátttakenda í mótinu eru Arnór Ingi Finnbjörnsson og lið hans Belmont Abbey.

Liðin sem keppa í Carolina Sands Intercollegiate eru eftirfarandi: St. Andrews, Chowan, Belmont-Abbey, Coker College, Mount Olive, No. 27 Wingate, No. 24 Barton, Catawba, Post University, Louisburg College, Young Harris College, Wake Tech, Brevard og gestgjafinn UNC Pembroke.

Upprunalega átti mótið að vera 54 holu og átti að spila 36 holur í gær, en vegna slæms veðurs var mótið stytt í 36 holu mót, fyrri hringurinn spilaður í gær og seinni í dag.

Eftir fyrri daginn er lið Belmont Abbey í 7. sæti.  Arnór Ingi spilaði í gær á +1 yfir pari, 73 höggum og deilir sem stendur 27. sæti, ásamt öðrum.