GK: Reglukvöld fyrir Keilisfélaga
Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis er eftirfarandi frétt: „Eins og sl. vor þá ætlar Golfklúbburinn Keilir að bjóða upp á fræðslu um golfreglur fyrir meðlimi sína. Námskeið verða haldin fimmtudaginn 12. apríl og miðvikudaginn 25. apríl í Hraunkoti, sal á efri hæð og hefst kl. 20:00. Skráning í Hraunkoti sími 565 – 3361 eða í tölvupósti á hraunkot@keilir.is Kennari er golfdómarinn Hörður Geirsson. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á þetta námskeið og undirbúa sig þannig fyrir sumarið, ekki síst þar sem golfreglurnar breyttust um síðustu áramót. Námskeið um golfreglur 12. apríl og 25. apríl kl.20:00 Dagskrá. Leikhraði, siðareglur, umgengni. Hvernig getum við gert golfleikinn ánægjulegri fyrir alla? Uppbygging golfreglnanna og grundvallaratriði. Helstu breytingar Lesa meira
Golfskóla PGA golfkennaranema á Costa Ballena lokið
Á heimasíðu PGA á Íslandi er eftirfarandi frétt: „Útskriftarnemar PGA á Íslandi stóðu fyrir glæsilegum golfskóla á Costa Ballena 24. til 31. mars. Golfskólinn er liður í útskriftarferli PGA golfkennaranema en þeir Árni Páll Hansson, Heiðar Davíð Bragason,Birgir Leifur Hafþórsson, Hlynur Geir Hjartason, Björn Kristinn Björnsson, Ingibergur Jóhannsson, Cedric Hannedouche, Nökkvi Gunnarsson, Erla Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Magnússon stefna að útskrift núna í vor. Myndi segja meira en þúsund orð, hægt er að skoða myndir frá golfskólanum HÉR:“
Hunter Mahan kominn í 4. sæti heimslistans
Með sigri sínum á Shell Houston Open í gær komst Hunter Mahan í 4. sæti heimslistans. Það er það hæsta sem Hunter Mahan hefir komst á heimslistanum. Staða 50 efstu á heimslistanum er eftirfarandi: 1 Luke Donald, Eng 9.70 504.48 52 -113.22 76.24 2 Rory McIlroy, Nir 9.59 479.58 50 -79.97 170.96 3 Lee Westwood, Eng 7.76 356.92 46 -82.49 76.59 4 Hunter Mahan, USA 5.75 298.99 52 -50.27 147.14 5 Steve Stricker, USA 5.67 226.73 40 -53.18 61.43 6 Martin Kaymer, Deu 5.64 282.03 50 -77.46 25.42 7 Tiger Woods, USA 5.53 221.12 40 -29.40 106.83 8 Charl Schwartzel, Zaf 5.09 264.74 52 -56.52 48.25 9 Justin Rose, Eng Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey luku leik í 6. sæti á Carolina Sands Intercollegiate
Í gær lauk í Elisabethtown, Norður-Karólínu, Carolina Sands Intercollegiate, en gestgjafi var UNC Pembroke háskólinn. Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum. Í mótinu lék m.a. Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og lið hans Belmont Abbey. Upprunalega átti mótið að vera 54 holu og átti að spila 36 holur í fyrradag, en vegna slæms veðurs var mótið stytt í 36 holu mót, fyrri hringurinn spilaður í fyrradag og seinni í gær. Lið Belmont Abbey lauk leik í 6. sæti. Arnór Ingi spilaði í gær á +3 yfir pari, (73 74) og varð í 28. sæti. Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Belmont Abbey með því að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2012
Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Thorbjörn Olesen?
Annar kylfingur sem sigraði nú um helgina var 22 ára Dani, Jacob Thorbjörn Olesen. Hann vann Opna sikileyska (ens. Sicilian Open) og var þetta fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni og í 4. sinn á árinu sem kylfingi tekst að vinna í 1. sinn á túrnum. (Hinum sem höfðu sigur í 1. sinn á Evrópumótaröðinni eru: Brendan Grace, Jbe Kruger, Julien Quesne). En hver er þessi huggulegi, ungi Dani, sem margir eru farnir að tala um sem hinn nýja „Martin Kaymer“ Danmerkur? Thorbjörn Olesen er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og er því 22 ára. Hann gerðist atvinnumaður fyrir 4 árum, 2008, aðeins 18 ára. Hann varð í 4. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Sun Young Yoo?
Nú um helgina sigruðu nokkrir kylfingar á stórmótum, sem ekki hefir borið svo mikið á í golffréttum þar til nú nýlega. Meðal þeirra er suður-kóreanski kylfingurinn Sun-Young Yoo, sem vann það frækilega afrek að sigra fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu, Kraft Nabisco Championship. En hver er kylfingurinn? Sun-Young Yoo (kóreanska: 유선영) fæddist 13. desember 1986 í Seúl og er því 25 ára. Hún átti glæstan áhugamannsferil, varð m.a. kóreanskur unglingsmeistari þ.e. sigraði á Korean Junior Golf Championship, 2001. Hún var í landsliði Suður-Kóreu í golfi árin 2002 og 2004. Árið 2004 vann Yoo, Korean Amateur og komst í fjórðungsúrslit á US Women´s Amateur. Yoo gerðist atvinnumaður í nóvember 2004 og byrjaði Lesa meira
LPGA: Sun Young Yoo sigraði á Kraft Nabisco Championship
Það var Sun Young Yoo sem stóð uppi sem sigurvegari á Kraft Nabisco Championship risamótinu í nótt, eftir umspil við IK Kim. Báðar voru þær Yoo og Kim á sama skorinu eftir 72 holur, þ.e. samtals -9 undir pari, 279 höggum, Sun Young Yoo (69 72 69 69) og IK Kim (70 70 70 69) og því varð að koma til umspils milli þeirra. Umspilið fór fram á par-5 18. brautinni á Mission Hills í Rancho Mirage og vann Sun Young Yoo það með fugli en IK Kim fékk par. Að sigrinum loknum stökk Yoo út í Poppy Pond s.s. hefð er fyrir. Sú sem sigurstranglegust þótti í mótinu, nr. Lesa meira
PGA: Hunter Mahan sigraði á Shell Houston Open
Það var heimsmeistarinn í holukeppni 2012, Hunter Mahan, sem sigraði á Shell Houston Open. Mahan spilaði hringina 4 á Shell Houston á samtals -16 undir pari, samtals 272 höggum (69 67 65 71) og munaði 1 höggi á honum og þeim sem næstur kom, Svíanum Carl Petterson. Í 3. sæti varð Louis Oosthuizen, sem búinn var að leiða mestallt mótið en arfaslakur hringur upp á 75 högg, gerði út um sigurvonir hans. Louis lék á samtals -14 undir pari, 274 höggum (67 66 66 75) og sést að skorið á lokahringnum sker illilega í augun miðað við gengi daganna áður, þar sem er 8-9 högga munur milli hringja. Það er Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn varð í 6. sæti á Irish Creek Collegiate
Í dag lauk t í Kannapolis í Norður-Karólínu, Irish Creek Collegiate. Í mótinu tóku þátt 75 kylfingar frá 13 háskólum. Meðal þátttakenda voru Ólafur Björn Loftsson, NK og lið hans Charlotte. Ólafur Björn spilaði á -7 undir pari, samtals 206 höggum (71 67 68) og varð í 6. sæti. Ólafur Björn spilaði best allra í liði Charlotte. Charlotte varð í 4. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Ólafs Björns er Hawkeye TaylorMade Invitational sem fram fer í Iowa, 14.-15. apríl n.k. Til þess að sjá úrslitin á Irish Creek Collegiate smellið HÉR:








