Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og lið Wake Forest í 11. sæti á Liz Murphey Collegiate

Í gær hófst í Athens í Georgíu, á golfvelli University of Georgia, Liz Murphey Collegiate Classic. Þátttakendur eru 90 frá 18 háskólum.

Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods og lið Wake Forest.

Ólafía Þórunn spilaði á 77 höggum, 2. dag mótsins og er því búin að spila á samtals 153 höggum (76 77) og deilir sem stendur 56. sætinu ásamt 4 öðrum.  Ólafía Þórunn er á 3. besta skori liðs síns.

Cheyenne Woods spilaði best allra í liði Wake Forest, var á -3 undir pari, 69 höggum – glæsilegu skori í gær! Cheyenne er búin að spila á samtals 142 höggum (73 69) og deilir sem stendur 9. sætinu ásamt 4 öðrum.

Wake Forest liðið bætti stöðu sína lítillega milli daga vegna glæsispilamennsku Cheyenne var í 13. sæti en deilir nú 11. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Liz Murphey Collegiate Classic smellið HÉR: