Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 04:00

PGA: Louis Oosthuizen leiðir eftir 3. dag Shell Houston – hápunktar og högg 3. dags

Það er Louis Oosthuizen, frá Suður-Afríku, sigurvegari á Opna breska 2010, sem leiðir eftir 3. dag Shell Houston. Oosthuizen er búinn að spila á samtals -17 undir pari, samtals 199 höggum (67 66 66) og á 2 högga forskot á þann sem næstur kemur.

Það er enginn annar en heimsmeistarinn í holukeppni 2012, Hunter Mahan, og er hann búinn að spila á -15 undir pari, samtals 201 höggi (69 67 65).

Þriðja sætinu deila Englendingurinn Brian Davis og Svíinn Carl Pettersson, báðir á -14 undir pari samtals.

Í 5. sæti er Bandaríkjamaðurinn Brian Driscoll á samtals -12 undir pari.

Sjötta sætinu deila síðan 3 góðir: Phil Mickelson, sem er langt frá því búinn að gefast upp á að sigra og landar hans Ryan Palmer og Keegan Bradley, allir á -11 undir pari samtals, hver og allir 6 höggum á eftir Oosthuizen sem leiðir.

Það stefnir í æsispennandi keppni í kvöld á lokahringnum!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Shell Houston smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Shell Houston smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags sem var arnarhögg Matthew Goggin, á Shell Houston smellið HÉR: