Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 19:52

Af afskiptaleysi Tiger af fjölskyldu sinni

Svo virðist að Tiger Woods sé ekki sérlega góður í að halda sambandi við fjölskyldu sína. Reyndar gengur nýleg grein út á að hann forðist veikan hálf-bróður sinn. (Sjá grein ESPN fréttamannsins Rick Reilly en þar er lýsing á litlu sambandi Tiger við fjölskyldu sína, sérstaklega bróður sinn Kevin, sem er atvinnulaus og á, á hættu að missa heimili sitt meðan hann er MS-sjúklingur.)  Systir Tiger, Royce, sem var mjög náin honum meðan hann var í Stanford (og eldaði m.a.s. fyrir hann og þvoði þvott af honum) hefir ekki talað við hann frá því að pabbi þeirra dó. „Ég myndi búa í hreysi“ sagði Royce við fréttamann Golf Digest, Tom Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór lauk leik á Jim West Intercollegiate í 8. sæti

Í dag lauk Jim West Intercollegiate mótinu, þar sem Íslendingaliðið í Nicholls State var meðal þátttakenda. Kristján Þór Einarsson, GK, deildi 8. sæti ásamt 2 öðrum, spilaði á samtals -2 undir pari, samtals 214 höggum (70 70 74). Andri Þór Björnsson, GR, varð T-40, bætti sig með hverjum degi, spilaði á samtals +7 yfir pari á 223 höggum (76 74 73). Pétur Freyr Pétursson, GR, varð í 63. sæti spilaði á +19 yfir pari, samtals 235 höggum (75 82 78). Lið Nicholls State varð í 11. sæti af háskólaliðunum, sem þátt tóku í mótinu. Til þess að sjá úrslitin á Jim West Intercollegiate smellið  HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 15:30

The Masters 2012: Hvað er á matseðli kvöldsins á „Champions Dinner“ og hvað hefir verið í matinn undanfarin ár?

Það er komin 60 ára hefð fyrir The Champions Dinner, en sú veislumáltíð hefir verið haldin allt frá árinu 1952 og var það Ben Hogan sem hóf þessa skemmtilegu venju. Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“  „The Champions Dinner“ fer einmitt fram nú í kvöld og verður Charl Schwartzel frá Suður-Afríku, sigurvegari The Masters 2011, formlega boðinn innganga í klúbbinn. Sigurvegari síðasta árs fær að setja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 14:34

The Masters 2012: Adam Scott snýr aftur á völlinn þar sem hann tapaði með 2 höggum í fyrra

Í blindandi síðdegissólinni var Adam Scott upptekinn við að að reyna að finna svör við  sömu spurningunum. Hann hafði nýlokið blaðamannafundi þegar hann rakst á kunnuglegan vin sinn frá áströlsku pressunni. Sá bað Adam um viðtal og svör við sömu spurningunum: Hvað gerðist á lokahringnum á The Masters í fyrra og hvernig ætlar hann að bæta fyrir það í ár? Adam hló þegar hann kom sér vel fyrir í aftursæti græna golfbílsins með gullnu „180″ númeri á hliðinni. Öryggisvörður í hvítum bol og svörtum buxum stóð þar hjá. Félagar í Augusta National Golf Club spjölluðu saman í lágum hljóðum þar rétt hjá. Meðferðin á Adam var eins og á kylfingi sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dorothy Germain Porter – 3. apríl 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Dorothy Germain Porter, en hún er fædd 3. apríl 1924 í Philadelphíu, Pennsylvaníu og er 88 ára í dag. Dorothy byrjaði að spila golf 11 ára. Hún útskrifaðist frá Beaver College það sem hún spilaði hokkí. Snemma á 4. áratug síðustu aldar vann Porter ýmsa unglingameistara og áhugamannstitila í golfi í Philadelphíu og árið 1946 vann hún í fyrsta sinn 1 af 3 Pennsylvania Women’s Amateurs. Hún sigraði á Women´s Western Amateur árin 1934 og 1944. Árið 1949 vann hún  US Women´s Amateur. Hún var hluti af sigursælu Curtis Cup liði Bandaríkjanna 1950 og var fyrirliði liðsins 1966, sem líka vann. Árið 1977 varð hún fyrsti meistari Women´s Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 11:35

Áhugavert fyrir þá sem koma langt að og hyggjast spila golf í Borgarnesi í sumar! – Kría Guesthouse opnar að Kveldúlfsgötu 27

Í vor verður opnað nýtt gistiheimili í Borgarnesi að Kveldúlfsgötu 27. Gistiheimilið ber nafnið Kría-Guesthouse. Rekstraraðilar eru hjónin Bjarni Guðjónsson og Margrét Grétarsdóttir en í húsinu rekur Margrét að auki hárgreiðslustofu. Gistirými verður fyrir allt að sjö manns. Annars vegar er boðið upp á eitt tveggja manna herbergi og hins vegar eitt stórt fjölskylduherbergi þar sem allt að fimm geta gist. Eldhússaðstaða verður fyrir gesti sem og aðgangur að heitum potti á stórri verönd með útsýni út á Borgarvog og Mýrar. Þá hyggjast rekstraraðilar koma upp aðstöðu til fuglaskoðunar fyrir gesti Kríu-Guesthouse. Fuglalífið og umhverfið við tangann, sem oft er nefndur Dílatangi og húsið stendur á, þykir sérlega fjölbreytt. Komast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 11:15

The Masters 2012: Um mikilvægi þess að vera trúr sjálfum sér

Rory McIlroy átti lokahring á The Masters á síðasta ári, sem seint gleymist. Hann var með sigurinn svo til vísann fyrir lokahringinn en á sjálfum lokadeginum spilaði hans eins og byrjandi og lauk 4. hring með skor upp á +8 yfir pari, 80 högg! Hann lagði upp með það að nálgast fyrsta risamótatitilinn á sama hátt og Tiger Woods. „Ég held að með að alast upp við að horfa á Tiger sigra öll þessi risamót yfir árin, þá gaf hann (Tiger) þessu  yfirbragð þar sem allt er svo einbeitt – það var eins og hann ætlaði að rífa hausinn af manni á fyrsta teig,“ sagði Rory. „Mér fannst að þannig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 01:30

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór í 4. sæti á Jim West Intercollegiate eftir 2. dag

Kristján Þór Einarsson, GK og Íslendingaliðið í Nicholls State spilaði 2. hringinn í gær á Jim West Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Victoria Country Club í Victoria, Texas. Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum og gestgjafi er háskólinn sem Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, stundar nám í og spilar golf með golfliði skólans, Texas State. Kristján Þór spilaði á -2 undir pari, glæsilegum 70 höggum fyrsta daginn. Annan daginn, þ.e.  í gær var Kristján Þór á sama glæsilega skorinu og er því samtals búinn að spila á -4 undir pari, 140 höggum (70 70) og er sem stendur í 4. sæti, sem hann deilir með öðrum. Andri Þór Björnsson, GR, spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2012 | 21:00

Golfvellir í Rússlandi (3. grein af 9): Bolshoye Zavidovo Resort / The PGA National Russia

Bolshoye Zavidovo er glænýr 18 holu golfvöllur í Rússlandi. Hann er á Tver svæðinu á ströndum Ivankovskoye og u.þ.b. 130 km norð-vestur af Moskvu og u.þ.b. í 5 tíma keyrslu frá St. Pétursborg (næstum eins og að keyra frá Reykjavík til Akureyrar í golf að fara frá St. Pétursborg til Ivankovskoye.) Þetta er gríðarlangur völlur um 7400 yarda af öftustu teigum. Hönnuður vallarins er Dave Sampson hjá European Golf Design.  Markmiðið er að öllum framkvæmdum á vellinum verði lokið 2013.  Í bígerð er að byggja 9-holu golfvöll til viðbótar á golfstaðnum.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2012 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (12. grein af 20) – Stephanie Kono, Angela Oh, Cydney Clanton

Hér er komið að því að kynna þær 6 stúlkur á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem deildu 9. sætinu, en mótið fór fram á Legends og Champions golfvöllunum á LPGA International á Daytona Beach. Stúlkurnar eru eftirfarandi: T9 Rebecca Lee-Bentham   (Toronto, Canada) 73-76-75-72 – 67 – 363 (+3) $2,125 Meredith Duncan   (Shreveport, La.) 76-70-72-75 – 70 – 363 (+3) $2,125 Minea Blomqvist   (Espoo, Finland) 70-75-73-75 – 70 – 363 (+3) $2,125 Cydney Clanton   (Concord, N.C.) 72-76-70-74 – 71 – 363 (+3) $2,125 Angela Oh   (Baltimore, Md.) 70-75-72-74 – 72 – 363 (+3) $2,125 Stephanie Kono (a)   (Honolulu, Hawaii) 67-71-75-75 – 75 – 363 (+3)   Í kvöld verður byrjað á að Lesa meira