Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2012 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey luku leik í 6. sæti á Carolina Sands Intercollegiate

Í gær lauk í Elisabethtown, Norður-Karólínu, Carolina Sands Intercollegiate, en gestgjafi var UNC Pembroke háskólinn. Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum.

Í mótinu lék m.a. Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og lið hans Belmont Abbey.

Upprunalega átti mótið að vera 54 holu og átti að spila 36 holur í fyrradag, en vegna slæms veðurs var mótið stytt í 36 holu mót, fyrri hringurinn spilaður í fyrradag og seinni í gær.

Lið Belmont Abbey lauk leik í  6. sæti.  Arnór Ingi spilaði í gær á +3  yfir pari, (73 74)  og varð í  28. sæti.

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu Belmont Abbey með því að smella HÉR: