Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 23:05

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn varð í 6. sæti á Irish Creek Collegiate

Í dag lauk t í Kannapolis í Norður-Karólínu, Irish Creek Collegiate. Í mótinu tóku þátt 75 kylfingar frá 13 háskólum. Meðal þátttakenda voru Ólafur Björn Loftsson, NK og lið hans Charlotte.

Ólafur Björn spilaði á -7 undir pari, samtals 206 höggum (71 67 68) og varð í 6. sæti.

Ólafur Björn spilaði best allra í liði Charlotte.

Charlotte varð  í 4. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Ólafs Björns er Hawkeye TaylorMade Invitational sem fram fer í Iowa, 14.-15. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Irish Creek Collegiate smellið HÉR: