
Hver er kylfingurinn: Sun Young Yoo?
Nú um helgina sigruðu nokkrir kylfingar á stórmótum, sem ekki hefir borið svo mikið á í golffréttum þar til nú nýlega. Meðal þeirra er suður-kóreanski kylfingurinn Sun-Young Yoo, sem vann það frækilega afrek að sigra fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu, Kraft Nabisco Championship. En hver er kylfingurinn?
Sun-Young Yoo (kóreanska: 유선영) fæddist 13. desember 1986 í Seúl og er því 25 ára. Hún átti glæstan áhugamannsferil, varð m.a. kóreanskur unglingsmeistari þ.e. sigraði á Korean Junior Golf Championship, 2001. Hún var í landsliði Suður-Kóreu í golfi árin 2002 og 2004. Árið 2004 vann Yoo, Korean Amateur og komst í fjórðungsúrslit á US Women´s Amateur.
Yoo gerðist atvinnumaður í nóvember 2004 og byrjaði að spila á Futures Tour 2005. Hún vann fyrsta mót sem atvinnumaður á þeirri mótaröð, Betty Puskar golf Classic það ár og varð 10 sinnum meðal 10 efstu í þeim 18 mótum sem hún tók þátt í og það varð til þess að hún ávann sér kortið sitt á LPGA fyrir keppnistímabilið 2006.
Til þessa hefir besta ár Yoo verið 2009, en þá varð hún í 2. sæti ásamt Angelu Stanford á P&G Beauty NW Arkansas Championship en þær báðar töpuðu í umspili við Jiyai Shin. Yoo vann fyrri LPGA titil sinn árið 2010 þegar hún sigraði í Sybase holukeppninni og aftur voru það Jiyai Shin og Angela Stanford sem hún varð að sigra til að hljóta titilinn. Hún vann Shin, sem þá var nr. 1 á heimslistanum , 2&1 í undanúrslitum og síðan Angelu Stanford 3&1 í úrslitunum.
Loks mætti geta þess að meðal suður-kóreanskra stallsystra hennar gengur Sun Young-Soo undir nafninu „trúðurinn“, en Sun Young þykir þeim hafa góðan húmor úti á velli!
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster