Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2012

Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20,  5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur.

Hildur er gift Valgarði Valgarðssyni.

Komast má á Facebook til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju hér fyrir neðan:

  • Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:   Ayako Okamoto, 2. apríl 1951 (61 árs);  Dan Halldorson, 2. apríl 1952 (60 ára stórafmæli!!!);  Rory Sabbatini, 2. apríl 1976 (36 ára);  Shane Lowry, 2. apríl 1987 (25 ára) …. og ….
  • F. 2. apríl 1965 (47 ára).

    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is