Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 08:00

Pádraig Harrington: Góðir tímar framundan

Pádraig Harrington ítrekar að hann telji sig geta unnið fleiri risamót eftir að hafa landað 8. sætinu á the Masters. Harrington sagði í janúar s.l. að hann gæti komist aftur í það form sem hann var í þegar hann vann Opna breska tvö ár í röð þrátt fyrir þá lægð sem hann hefir verið  í, sem sá hann hrynja niður í 96. sæti heimslistans. Harrington trúir því að frammistaðan á Augusta geti verið byrjunin á „comeback-i“ hans. Jafnvel skrambinn sem hann fékk (á 18. braut lokahringsins) breytti ekki neinu í huga hans. Möguleikar hans á sigri voru hvort eð er fyrir bí á þeim tíma. „Ég hélt mjög ró minni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 23:15

GKJ: Úrslit og myndasería í Opna Annar í Páskum mótinu – Daníel Jón Helgason og Arnar Unnarsson sigruðu!

Opna Annar í Páskum mót GKJ var haldið í dag, Annan í Páskum, 9. apríl 2012,  á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili, í Mosfellsbæ. Þátt tóku 169 kylfingar. Sjá má litla myndaseríu úr mótinu með því að smella hér:   OPNA ANNAR Í PÁSKUM MÓT GKJ Mótið var  14 holu höggleikur og punktakeppni m/forgjöf og hæst gefið 19 hjá körlum og 22 hjá konum miðað við 14 holur.  Í verðlaun voru gjafabréf frá Golfskálanum fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: 1. sæti Arnar Unnarsson GR 56 . Hann hlaut í verðlaun gjafabréf að verðmæti kr. 15.000.- 2. sæti Óskar Bjarni Ingason GR 57. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 23:00

Opna Annar í Páskum mótið hjá GKJ, 9. apríl 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars og Furman í 8. sæti á Knights & Pirates Invite

Í dag hófst á Suntree Country Club Classic golfvellinum í Melbourne í Flórída, Knights & Pirates Invite mótið. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Meðal keppenda er Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Ingunn spilaði 1. hring á +9 yfir pari 81 höggi og er sem stendur T-67. Furman lið Ingunnar er í 8. sæti. Til þess að fylgjast með stöðunni á Knights & Pirates Invite smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 19:30

EPD: Stefán Már lék á 73 höggum á Open Madaef mótinu í Marokkó á 1. degi

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka þátt á Open Madaef mótinu í Marokkó, sem hófst í dag, en mótið er hluti af þýsku EDP mótaröðinni og mótið það fyrsta af 3 (hin hefjast 15. og 21. apríl ). Þátttakendur eru 111. Spilað er á Pullman El Jadiada vellinum á Pullman EL Jadida Royal Golf & Spa golfstaðnum. Eftir 1. hring er Stefán Már á +1 yfir pari, 73 höggum og deilir 15. sæti með öðrum. Þórður Rafn spilaði 1. hring á +12 yfir pari 84 höggum og er T-102. Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 19:15

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór í 7. sæti eftir 1. hring ULM Wallace Jones Invitational

Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State tekur ásamt þeim Pétri Frey Péturssyni, GR og Andra Þór Björnssyni, GR og Nicholls State liðinu þátt í ULM Wallace Jones Invitational. Alls taka þátt 62 kylfingar úr 11 háskólum. Þegar fyrsti hringur hefir verið spilaður er Kristján Þór í 7. sæti – er búinn að spila á +1 yfir pari, 73 höggum. Pétur Freyr Pétursson spilaði 1. hring á 82 höggum, +10 yfir pari og er sem stendur í 55. sæti. Andri Þór Björnsson er búinn að spila á +12 yfir pari 84 höggum og er í 57. sæti. Nicholls State er sem stendur í 11. sæti. Til þess að fylgjast með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 17:00

Viðtalið: Coralie Cicuto frá Frakklandi

Í kvöld birtist 7. og síðasta viðtalið við erlenda kylfinga sem Golf 1 tók á Cádiz Cup, 5. maí 2011.  Viðtalið er við frábæran, franskan kylfing og sem starfar auk þess við að skrifa um golf.  Hér fer viðtalið: Nafn: Coralie Cicuto. Hvar fæddistu?:  Maison Laffitte 8. nóvember  1985. Hvar ertu alin upp?  Sergy, sem er eitt úthverfa í París. Hverjar eru fjölskylduaðstæður?  Ég er einhleyp og leigi íbúð með vini. Hvenær byrjaðir þú í golfi?   Það var árið 1994, þegar ég var 9 ára. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Það var vegna pabba, en hann starfaði sem kaddý. Hvort kanntu betur við skógar- eða strandvöll?  Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 15:00

Bubba Watson er kominn í 4. sæti heimslistans

Með sigri Bubba Watson á The Masters er hann kominn í 4. sæti heimslistans. Watson sigraði Louis Oosthuizen á 2. holu umspils. Hinn 33 ára Bubba er nú hæst rankaði Bandaríkjamaður og skilur að baki sér menn á borð við Tiger Woods, Phil Mickelson, Steve Stricker og Hunter Mahan. Annað sætið á Masters var nóg til þess að meistari Opna breska (Oosthuizen) a tókst að komast aftur meðal efstu 20, þ.e. í 19. sæti – hann byrjaði árið í 40. sæti en var í 27. sæti í síðustu viku. Luke Donald og Rory McIlroy sem urðu í 32. og 40. sæti eru enn í 1. og 2. sæti heimslistans ásamt Lee Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2012

Það er Hörður Hinrik Arnarson, GK, golfkennari og framkvæmdastjóri, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hörður fæddist 9. apríl 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og er því 45 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hörður byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978 vegna þess að foreldrar hans, Örn og Bjarney, fóru út á golfvöll og hann fylgdi þeim. Í dag er Hörður með 4,7 í forgjöf og er meginmarkmið hans að komast aftur niður í 1 í forgjöf. Hörður var á tímabili aðstoðarmaður landsliðsþjálfara í golfi og hefir ásamt Magnúsi Bigirssyni kennt þúsundum Íslendinga golf í Portúgal og á Spáni, einkum á Matalascañas og Costa Ballena.  Hörður er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 11:00

Oosthuizen á leið á Maybank Malaysian Open

Louis Oosthuizen tekur þátt í Maybank Malaysian Open í næstu viku og vonast til að vera 1 höggi betri þar en í ógleymanlegu Mastersmótinu (þ.e. hann vonast til að sigra þar). Meistari Opna breska 2010 (Louis Oosthuizen) varð að sætta sig við 2. sætið eftir eftir dramatískan tveggja holu bráðabana við Bubba Watson í  Augusta National Golf Club, en flýgur nú í Kuala Lumpur Golf & Country Club vitandi að leikur hans er í toppstandi eftir frábæra frammistöðu á The Masters. Oosthuizen, 29 ára, sem var í næstsíðasta ráshóp á lokadeginum á Augusta var mestallan lokahringinn í forystu eftir að hann fékk albatross á par-5 2. brautinni (Pink Dogwood) og hlaut Lesa meira