
Oosthuizen á leið á Maybank Malaysian Open
Louis Oosthuizen tekur þátt í Maybank Malaysian Open í næstu viku og vonast til að vera 1 höggi betri þar en í ógleymanlegu Mastersmótinu (þ.e. hann vonast til að sigra þar).
Meistari Opna breska 2010 (Louis Oosthuizen) varð að sætta sig við 2. sætið eftir eftir dramatískan tveggja holu bráðabana við Bubba Watson í Augusta National Golf Club, en flýgur nú í Kuala Lumpur Golf & Country Club vitandi að leikur hans er í toppstandi eftir frábæra frammistöðu á The Masters.
Oosthuizen, 29 ára, sem var í næstsíðasta ráshóp á lokadeginum á Augusta var mestallan lokahringinn í forystu eftir að hann fékk albatross á par-5 2. brautinni (Pink Dogwood) og hlaut þannig aðeins 4. albatrossinn í sögu Masters.
Með albatrossinum komst hann í -10 undir pari og jafnvel þó hann missti flugið um miðbikið þá fékk hann fugl á 15. braut og lauk hringnum á 69 höggum og á samtals á jöfnu heildarskori á við Bubba Watson eftir 72 holur.
Eftir að báðir voru á pari á 1. holu umspilsins þá náði Oosthuizen aðeins skolla á 2. holu umspils, og Bubba Watson þurfti bara 2 pútt eftir undraaðhögg á 10. flöt.
„Mér finnst ég ekki geta hafað púttað betur í umspilinu – ég hélt að þau bæði væru í,“ sagði Oosthuizen, sem verður meðal annarra heimsklassakylfinga í Kuala Lumpur, en þ.á.m. eru Martin Kaymer, Charl Schwartzel og Alvaro Quiros.
Þetta er í 51. sinn sem Maybank Malaysian Open fer fram í Kuala Lumpur Golf & Country Club og spilað er um US$ 2.5 milljónir.
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024