Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars og Furman í 8. sæti á Knights & Pirates Invite

Í dag hófst á Suntree Country Club Classic golfvellinum í Melbourne í Flórída, Knights & Pirates Invite mótið. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Meðal keppenda er Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Ingunn spilaði 1. hring á +9 yfir pari 81 höggi og er sem stendur T-67. Furman lið Ingunnar er í 8. sæti.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Knights & Pirates Invite smellið HÉR: