Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 23:15

GKJ: Úrslit og myndasería í Opna Annar í Páskum mótinu – Daníel Jón Helgason og Arnar Unnarsson sigruðu!

Opna Annar í Páskum mót GKJ var haldið í dag, Annan í Páskum, 9. apríl 2012,  á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili, í Mosfellsbæ.

Þátt tóku 169 kylfingar.

Sjá má litla myndaseríu úr mótinu með því að smella hér:   OPNA ANNAR Í PÁSKUM MÓT GKJ

Mótið var  14 holu höggleikur og punktakeppni m/forgjöf og hæst gefið 19 hjá körlum og 22 hjá konum miðað við 14 holur.  Í verðlaun voru gjafabréf frá Golfskálanum fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:
1. sæti Arnar Unnarsson GR 56 . Hann hlaut í verðlaun gjafabréf að verðmæti kr. 15.000.-
2. sæti Óskar Bjarni Ingason GR 57. Hann hlaut í verðlaun gjafabréf að verðmæti kr. 10.000,-
3. sæti Jónas Gunnarsson GR 59 lægra skor síðustu 6  Gjafabréf að verðmæti kr. 7.500,–

Punktakeppni m/forgjöf:
1. sæti Daníel Jón Helgason GKG 41  pkt. Hann hlaut í verðlaun gjafabréf að verðmæti kr. 15.000.-
2. sæti Eyþór Bragi Einarsson GKJ 38 pkt./20 punktar seinni 9, Hann hlaut í verðlaun gjafabréf að verðmæti kr. 10.000,-
3. sæti Þórir Gíslason GK 38 pkt./18 punktar seinni 9. Hann hlaut í verðlaun gjafabréf að verðmæti kr. 7.500,–

Sami aðili gat ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum.

Nándarverðlaun (í verðlaun golfhringur á völl á Stór-Reykjavíkursvæðinu):

1. hola Ágúst Héðinsson GKG 1,34m

12. hola Skúli Guðmundsson GKJ 3,11m

15. hola Óskar Bjarni Ingason GR 2,14m

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun í golfskála eða fengið þau send í pósti. Sími í golfskála er 5667415.